Já, við höfum gengið til góðs! Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar 28. maí 2019 06:15 Við búum við heildstætt lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn í anda samtryggingar, kerfi sem þykir á margan hátt til fyrirmyndar og horft er til af erlendum sjónarhólum. Þetta er staðreynd og sérstök ástæða til að halda henni á loft nú á afmælisári þegar hálf öld er liðin frá því að fulltrúar heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning þar sem kveðið er á um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þetta gerðist 19. maí 1969 og í samningnum var jafnframt kveðið á um að jafnvægi skyldi ríkja í stjórnum lífeyrissjóðanna, það er að segja að stjórnirnar skyldu skipaðar jafnmörgum fulltrúum launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Að þessu tímamótasamkomulagi stóðu Alþýðusamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Félag íslenskra iðnrekenda. Landssamtök lífeyrissjóða sjá ástæðu til að halda upp á fimmtugsafmæli kjarasamninganna frá 1969 á samkomum í Hörpu í dag þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á uppstigningardag, 30. maí. Þangað eru allir velkomnir til að njóta skemmtilegrar og fræðandi dagskrár þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og tíðarandanum í tali, tónum og myndum. Nánari upplýsingar eru á vefnum Lífeyrismál.is. Framsýnt og víðsýnt fólk úr röðum launafólks og atvinnurekenda lagði grunn að lífeyriskerfinu og lagði mikið á sig og hagsmunasamtök sín til að lífeyrissjóðir yrðu að veruleika og þroskuðust í að verða það sem þeir eru orðnir nú. Því miður sætir lífeyrissjóðakerfið oft ómaklegri gagnrýni í opinberri umræðu, jafnvel er að því harkalega vegið og því fundið flest til foráttu. Sérstaklega tek ég nærri mér þegar vegið er að kerfinu í opinberri umræðu úr röðum forystu verkalýðshreyfingarinnar, hluta baklands lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það er og verður á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að vinna með ábyrgum hætti að því að endurskoða kerfið, bæta það og styrkja enn frekar til að það gegni því meginhlutverki að ávaxta fjármuni sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri til framtíðar. Það hefur sýnt sig að samningafólkið lagði traustan samstarfsgrunn að stjórnskipulagi sjóðanna fyrir hálfri öld með því að ákveða að samtök launafólks og atvinnurekenda skyldu skipta stjórnarsætum sín á milli og sú hefð skapaðist að formaður stjórnar væri valinn til skiptis úr röðum launamanna og atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að farsælli samvinnu í stjórnum lífeyrissjóða. Ég hafna hugmyndum um að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og styðst þar við rök og reynslu af núverandi skipan mála svo áratugum skiptir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á málþingi Fjármálaeftirlitsins fyrir skömmu að í ráðuneyti sínu væri byrjað að vinna að undirbúningi þess að endurskoða heildarlöggjöf um lífeyrissjóði frá 1997. Verkefnið væri vandasamt, myndi taka nokkurn tíma og heppilegt væri að áfangaskipta því. Ég tek undir það en vænti þess um leið að löggjöfin verði endurskoðuð í víðtæku samráði við þá sem málið varðar, þar á meðal auðvitað Landssamtök lífeyrissjóða sem hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóð, þar af nokkra sem eru með sameiginlegt skrifstofuhald eða rekstrarsamning við banka. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi. Við lítum stolt um öxl og hugsum hlýlega til þeirra sem vörðuðu leiðina og áttu sinn þátt í kaflaskilum í lífeyrismálum landsmanna með kjarasamningunum 1969. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Já, svo sannarlega. Við fögnum tímamótunum best með því að strengja þess heit að halda áfram að gera gott lífeyrissjóðakerfi enn betra og sjá til þess að það svari alltaf kalli tímans í breytilegu samfélagi en staðni ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Guðrún Hafsteinsdóttir Mest lesið Samfélag án Pírata Lenya Rún Taha Karim Skoðun Foreldrar, ömmur og afar þessa lands - áskorun til ykkar! Ragnheiður Stephensen Skoðun Þarf ég að flytja úr landi? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Helvítis fokking fokk!! Er ekki nóg komið? Maríanna H. Helgadóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson Skoðun Borgið lausnargjaldið Ólafur Hauksson Skoðun Þegar Skagamenn glöddu lítið hjarta María Rut Kristinsdóttir Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ég á ‘etta, ég má ‘etta Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Viljum við sósíalisma? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur Kári Stefánsson skrifar Skoðun Rjúfum kyrrstöðu í vegaframkvæmdum um allt land G.Svana Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsa bænda Unnur Rán Reynisdóttir,Arnar Páll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyri? Inn eða út? Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Glasið er hálffullt Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skilvirkari og einfaldari stjórnsýsla í þágu almennings Guðlaugur Þór Þórðarson skrifar Skoðun Gervilíf Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun Málsvari hinsegin samfélagsins og mannréttinda Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Framtíð til sölu Júlíus Kristjánsson skrifar Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar Skoðun Hagsmunir Evrópu í orkumálum stangast á við okkar hagsmuni Magnús Gehringer skrifar Skoðun Eitt lag enn með Lilju Hópur óperusöngvara skrifar Skoðun Skaðsemi vindtúrbínuvera á íslenska náttúru Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hver er munurinn á Viðreisn og Samfylkingu? Soffía Svanhvít Árnadóttir skrifar Skoðun Kennarinn sem hvarf Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Hamborgarhryggur - minnst viðeigandi jólamaturinn Óskar H. Valtýsson skrifar Skoðun Annarra manna peningar eru peningar okkar allra Davíð Þór Jónsson skrifar Skoðun Fasismi er að trenda – erum við að sofna á verðinum? Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Ehf-gatið og leiðir til að loka því Matthias Harksen skrifar Skoðun Heilbrigðisvandamál heilbrigðiskerfisins Sigurður Páll Jónsson skrifar Skoðun Heimilislæknir ----- þverfaglegt heilsugæsluteymi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Til friðarsinna á Íslandi Saga Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun Að segja satt skiptir máli Þórunn Sveinbjörnsdóttir skrifar Skoðun Jöfnuður í heilbrigðisþjónustu fyrir öll börn – óháð búsetu Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Að drepa eða drepast!? og þar fór það Bakir Anwar Nassar skrifar Skoðun Jane Goodall hvetur íslensk stjórnvöld til að hætta hvalveiðum Jane Goodall skrifar Skoðun Endurnýjun stjórnmálanna Guðjón Sigurbjartsson skrifar Sjá meira
Við búum við heildstætt lífeyrissjóðakerfi fyrir alla landsmenn í anda samtryggingar, kerfi sem þykir á margan hátt til fyrirmyndar og horft er til af erlendum sjónarhólum. Þetta er staðreynd og sérstök ástæða til að halda henni á loft nú á afmælisári þegar hálf öld er liðin frá því að fulltrúar heildarsamtaka á almennum vinnumarkaði undirrituðu kjarasamning þar sem kveðið er á um skylduaðild að lífeyrissjóðum. Þetta gerðist 19. maí 1969 og í samningnum var jafnframt kveðið á um að jafnvægi skyldi ríkja í stjórnum lífeyrissjóðanna, það er að segja að stjórnirnar skyldu skipaðar jafnmörgum fulltrúum launafólks annars vegar og atvinnurekenda hins vegar. Að þessu tímamótasamkomulagi stóðu Alþýðusamband Íslands, Vinnuveitendasamband Íslands, Vinnumálasamband samvinnufélaganna og Félag íslenskra iðnrekenda. Landssamtök lífeyrissjóða sjá ástæðu til að halda upp á fimmtugsafmæli kjarasamninganna frá 1969 á samkomum í Hörpu í dag þriðjudaginn 28. maí og í Hofi á Akureyri á uppstigningardag, 30. maí. Þangað eru allir velkomnir til að njóta skemmtilegrar og fræðandi dagskrár þar sem stiklað verður á stóru í sögunni og tíðarandanum í tali, tónum og myndum. Nánari upplýsingar eru á vefnum Lífeyrismál.is. Framsýnt og víðsýnt fólk úr röðum launafólks og atvinnurekenda lagði grunn að lífeyriskerfinu og lagði mikið á sig og hagsmunasamtök sín til að lífeyrissjóðir yrðu að veruleika og þroskuðust í að verða það sem þeir eru orðnir nú. Því miður sætir lífeyrissjóðakerfið oft ómaklegri gagnrýni í opinberri umræðu, jafnvel er að því harkalega vegið og því fundið flest til foráttu. Sérstaklega tek ég nærri mér þegar vegið er að kerfinu í opinberri umræðu úr röðum forystu verkalýðshreyfingarinnar, hluta baklands lífeyrissjóða almenna vinnumarkaðarins. Lífeyrissjóðakerfið er ekki gallalaust frekar en önnur mannanna verk en það er og verður á ábyrgð verkalýðshreyfingarinnar og atvinnurekenda að vinna með ábyrgum hætti að því að endurskoða kerfið, bæta það og styrkja enn frekar til að það gegni því meginhlutverki að ávaxta fjármuni sjóðfélaga og greiða þeim lífeyri til framtíðar. Það hefur sýnt sig að samningafólkið lagði traustan samstarfsgrunn að stjórnskipulagi sjóðanna fyrir hálfri öld með því að ákveða að samtök launafólks og atvinnurekenda skyldu skipta stjórnarsætum sín á milli og sú hefð skapaðist að formaður stjórnar væri valinn til skiptis úr röðum launamanna og atvinnurekenda. Þetta fyrirkomulag stuðlar að farsælli samvinnu í stjórnum lífeyrissjóða. Ég hafna hugmyndum um að atvinnurekendur hverfi úr stjórnum lífeyrissjóða og styðst þar við rök og reynslu af núverandi skipan mála svo áratugum skiptir. Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra, sagði á málþingi Fjármálaeftirlitsins fyrir skömmu að í ráðuneyti sínu væri byrjað að vinna að undirbúningi þess að endurskoða heildarlöggjöf um lífeyrissjóði frá 1997. Verkefnið væri vandasamt, myndi taka nokkurn tíma og heppilegt væri að áfangaskipta því. Ég tek undir það en vænti þess um leið að löggjöfin verði endurskoðuð í víðtæku samráði við þá sem málið varðar, þar á meðal auðvitað Landssamtök lífeyrissjóða sem hafa innan vébanda sinna 21 lífeyrissjóð, þar af nokkra sem eru með sameiginlegt skrifstofuhald eða rekstrarsamning við banka. Samspil almannatrygginga og lífeyrissjóða ætti að vera efst á forgangslista við endurskoðun lífeyriskerfisins okkar. Skerðing lífeyris frá Tryggingastofnun er slík að ekki verður við unað. Svona gerum við einfaldlega ekki gagnvart eldri borgurum og öryrkjum landsins. Svo langt er gengið að ég tel grófustu skerðingarnar jafngilda árás á mannréttindi og þar með ljótan blett á annars ágætu tryggingakerfi. Við lítum stolt um öxl og hugsum hlýlega til þeirra sem vörðuðu leiðina og áttu sinn þátt í kaflaskilum í lífeyrismálum landsmanna með kjarasamningunum 1969. „Höfum við gengið til góðs götuna fram eftir veg?“ Já, svo sannarlega. Við fögnum tímamótunum best með því að strengja þess heit að halda áfram að gera gott lífeyrissjóðakerfi enn betra og sjá til þess að það svari alltaf kalli tímans í breytilegu samfélagi en staðni ekki.
Skoðun Dómsmálið sem gæti kippt grunninum undan Heidelberg-verksmiðjunni Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar
Skoðun Kona, vertu ekki fyrir! Elín Björg Jónsdóttir,Halldóra Sigríður Sveinsdóttir,Hrafnhildur Lilja Harðardóttir skrifar