Innlent

Game of Thrones á Íslandi: Framleiðandi Pegasus ræðir tökur þáttanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Frá tökunum hér á Íslandi fyrir sjöundu þáttaröð Game of Thrones.
Frá tökunum hér á Íslandi fyrir sjöundu þáttaröð Game of Thrones.
Brynhildur Birgisdóttir, framleiðandi frá Pegasus, mun halda erindi á hádegisfyrirlestri Háskólans í Reykjavík í dag, þar sem hún mun ræða um tökur Game of Thrones á Íslandi og veita innsýn í hvað gerist á bak við tjöldin. Sýnt verður frá fyrirlestrinum, sem er í boðið MPM-námsins og hefjast á klukkan tólf, í beinni útsendingu hér að neðan.

Á vef HR segir að Brynhildur muni einnig fara yfir hvað þurfi til að verkefni á borð við tökur á Game of Thrones á Íslandi gangi upp, hvernig það sé að starfa með alþjóðlegu teymi á þessu svið og hvaða áskoranir fylgi framleiðslunni og hvað hún hafi haft í för með sér fyrir íslenska kvikmyndagerð, svo eitthvað sé nefnt.

„Pegasus hefur haft umsjón með kvikmyndatökum hér á landi sem fóru fram á árunum 2011 til 2018. Að jafnaði var 70 til 80 manna teymi að utan sem starfaði með um 60 til 70 manna íslensku teymi á fjölmörgum tökustöðum, oft við erfið skilyrði sökum erfiðs aðgangs og veðurs,“ segir á vef HR.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×