Körfubolti

Falur með Fjölni upp í Dominos-deildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Srdan var öflugur í kvöld.
Srdan var öflugur í kvöld. mynd/fésbókarsíða Fjölnis
Fjölnir leikur í Dominos-deild karla á næstu leiktíð eftir að hafa unnið 109-90 sigur á Hamar í fjórða leik liðanna í úrslitaeinvíginu.

Fjölni byrjaði af fínum krafti og var sex stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann. Þeir leiddu svo í hálfleik 54-48.

Í síðari hálfleik voru Fjölnismenn svo mun sterkari og sigur Fjölnis var aldrei í hættu. Þeir eru því komnir í Dominos-deildina eftir að hafa unnið einvígið 3-1.

Marques Oliver og Srdan Stojanovic skoruðu báðir 24 stig fyrir Fjölni en Oliver tók einnig fimmtán fráköst. Þjálfari Fjölnismanna er goðsögnin Falur Harðarson.

Everage Lee Richardson var stigahæstur hjá Hamri með 25 stig en hann gaf einnig tíu stoðsendingar og tók þrjú fráköst. Julian Rajic var næstur með átján stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×