Hringurinn þrengist í þjálfaraleit Lakers Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. apríl 2019 23:00 Monty Williams er ofarlega á blaði hjá forráðamönnum Los Angeles Lakers. vísir/getty Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013. Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia. Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar. Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina. NBA Tengdar fréttir Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00 LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Monty Williams og Tyronn Lue eru efstir á óskalista Los Angeles Lakers sem leitar nú að nýjum þjálfara. ESPN greinir frá. Luke Walton var rekinn frá Lakers í síðustu viku eftir enn eitt vonbrigðatímabilið hjá liðinu sem hefur ekki komist í úrslitakeppni NBA-deildarinnar síðan 2013. Forráðamenn Lakers ætla að ræða við Williams á milli leikja 2 og 3 í einvígi Philadelphia 76ers og Brooklyn Nets í úrslitakeppni Austurdeildarinnar. Williams er einn af aðstoðarþjálfurum Philadelphia. Williams var þjálfari New Orleans Pelicans á árunum 2010-15 og kom liðinu tvisvar í úrslitakeppnina. Hann hefur einnig verið aðstoðarþjálfari hjá Portland Trail Blazers, Oklahoma City Thunder og Philadelphia. Þá vann hann á skrifstofunni hjá San Antonio Spurs og var aðstoðarþjálfari bandaríska karlalandsliðsins á Ólympíuleikunum í Ríó 2016. Í vikunni ætla forráðamenn Lakers líka að ræða við Lue og Juwan Howard. Lue gerði Cleveland Cavaliers að NBA-meisturum 2016 en var látinn taka pokann sinn í byrjun þessa tímabils. Howard hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Cleveland síðan 2013. Hann var liðsfélagi Robs Palincka, sem stýrir þjálfaraleit Lakers, í Michigan-háskólanum á 10. áratug síðustu aldar. Lakers þarf ekki bara að finna nýjan þjálfara heldur einnig forseta í stað Magic Johnson sem hætti óvænt í síðustu viku. Þrátt fyrir að hafa fengið LeBron James í sumar vann Lakers aðeins 37 leiki á tímabilinu og komst ekki í úrslitakeppnina.
NBA Tengdar fréttir Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00 LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30 Mest lesið Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Carragher veiktist í beinni útsendingu Fótbolti Ill meðferð Maradona: Töflur muldar út í bjór og smúlaður með slöngu Fótbolti F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Formúla 1 Yfirmaður Manchester United segir félagið taka áhættu Enski boltinn Gunnar tekur aftur við Haukum Handbolti „Ef einhver segir að hann viti eitthvað þá er hann að ljúga“ Enski boltinn Simeone efins: „Sástu hann snerta boltann tvisvar?“ Fótbolti Fleiri fréttir Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Óli Óla í beinni úr klefa eftir sigur á Njarðvík: „Fá okkur að éta og bara njóta“ Um orðaskak sitt við LeBron James: „Snerist um son hans“ Elvar Már stigahæstur í enn einu tapinu Síðast hafði Ísland aldrei keppt í Eurovision og Pavel var ekki fæddur „Dómarinn var ekki til í eðlileg samskipti“ Uppgjörið: Grindavík-Njarðvík 122-115 | Háspenna lífshætta í ótrúlegum sigri Grindvíkinga Amman fékk að hitta Steph Curry Uppgjörið: Stjarnan - Álftanes 116-76 | Nágrannarnir rassskelltir Skagamenn upp í Bónus deild karla Ármannskonur upp í efstu deild í fyrsta sinn í 65 ár Einn besti dómarinn segir að tillaga á ársþingi KKÍ fari á skjön við leikreglur Ljúft líf hjá Luka, LeBron og Lakers Sjá meira
Magic Johnson hættur hjá Los Angeles Lakers Magic Johnson tilkynnti óvænt í nótt að hann væri hættur sem forseti Los Angeles Lakers en hann var aðeins tvö ár í starfinu. 10. apríl 2019 08:00
LeBron var „við gæi“ en er núna „ég gæi“ Bandaríski körfuboltamaðurinn LeBron James liggur vel við höggi þessa dagana og bandarískir fjölmiðlamenn eru farnir að ganga lengra en áður í gagnrýni sinni á hann. 9. apríl 2019 14:30