Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson var sáttur þegar samningar höfðu verið undirritaðir. Fréttablaðið/Ernir Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15
Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45
Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00