Atkvæðagreiðslu VR um lífskjarasamning lýkur í dag Sighvatur Arnmundsson skrifar 15. apríl 2019 06:00 Ragnar Þór Ingólfsson var sáttur þegar samningar höfðu verið undirritaðir. Fréttablaðið/Ernir Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna VR um nýjan kjarasamning lýkur á hádegi í dag. Úrslit verða þó ekki kynnt fyrr en kosningu meðal aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins lýkur en þær atkvæðagreiðslur standa til 23. apríl næstkomandi. „Við ákváðum bara að drífa þetta af fyrir páska enda svo sem ekki eftir neinu að bíða. Það var búið að kynna samninginn og nú bíðum við bara dóms félagsmanna,“ segir Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR. Að sögn Ragnars höfðu rúmlega 5.400 félagsmenn greitt atkvæði um kvöldmatarleytið í gær. Á kjörskrá eru tæplega 36 þúsund manns þannig að þátttakan var 15,1 prósent. „Við settum okkur ekki nein sérstök markmið um þátttökuna. Þetta eru tiltölulega flóknir samningar og mikið í þeim,“ segir Ragnar Þór. Ágætlega hafi gengið að kynna efni samningsins fyrir félagsmönnum en Ragnar Þór hefur ekki viljað skipta sér af því hvernig félagsmenn greiða atkvæði. „Við töldum okkur ekki geta náð meiru út úr þessu en það verður að koma í ljós hvort félagsmenn okkar samþykkja þetta eða senda okkur aftur að teikniborðinu. Það hefur alltaf verið mín stefna í þessu að vera ekki að segja fólki hvað það á að gera. Ég treysti fólki fullkomlega til að taka upplýsta og málefnalega afstöðu til þessa samnings.“ Ragnar Þór segist líka treysta því að fólk geri sér fullkomlega grein fyrir því hvað muni gerast verði samningnum hafnað. „Þá þyrftum við bara að fara aftur inn í Karphús og reyna að ná einhverju meira inn í þetta. Það þyrftum við væntanlega að gera með einhvers konar aðgerðaplani. Ég held við náum ekki meiru í þetta nema með því að fara í einhverjar aðgerðir. Þá hljóta þessir sömu félagsmenn að verða tilbúnir í það.“ Hann segist lesa þannig í stöðuna að fólk sé frekar tilbúið að fara í vegferð lífskjarasamningsins heldur en að fara aftur í átakafarveginn. „Það er ekkert víst að slíkt myndi skila okkur einhverju meiru.“ Ragnar segir að í umræðum um lífskjarasamninginn hafi ýmislegt fallið í skuggann. „Það er fullt af hlutum sem við erum að fara með af stað í dag. Við erum að vinna að því að fullu að fjármagna Blæ, sem er nýtt húsnæðisfélag sem byggir fyrir alla tekjuhópa.“ Hin eiginlega vinna sé að byrja núna. „Ef einhver heldur það að verkalýðsforingjar fari bara í frí eftir kjarasamninga þá er það mikill misskilningur. Nú hefst vinnan við að fylgja þessu öllu eftir. Við erum með stóran og mikinn tékklista sem við þurfum að fara í gegnum, sérstaklega þegar kemur að húsnæðismálum.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Tengdar fréttir Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15 Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45 Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Innlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Innlent Haldlögðu metmagn af kókaíni í sameiginlegri aðgerð 62 ríkja Erlent Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Innlent Fleiri fréttir Steypan smám saman að harðna í fylginu Kappræður í opinni dagskrá á Stöð 2 í kvöld Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Fjögur andlát vegna bóluefnis við kórónuveiru til skoðunar Sendi dóttur sína til Suður-Afríku því biðin hefði kostað hana lífið Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Sjá meira
Aukin krafa um túlkaþjónustu fyrirtækja og réttur vegna veikinda barna eykst Formaður Starfsgreinasambands segir margt hafa áunnist í nýundirrituðum kjarasamningum, enda snúist þeir um margt annað en bara laun. 14. apríl 2019 14:15
Segir Lífskjarasamninginn ekki byggðan á trausti Formaður Kennarasambands Íslands segir Lífskjarasamninginn ekki vera forsenda til almennra sátta. 14. apríl 2019 13:45
Vinnutíminn hjá VR styttist um níu mínútur næstu áramót Verði nýundirritaðir kjarasamningar samþykktir tekur stytting vinnutímans, um níu mínútur á dag, gildi á þeim vinnustöðum sem vinna undir kjarasamningi VR. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR segir að um misskilning sé að ræða að ákvæðið sé valkvætt hjá þeim. 13. apríl 2019 20:00