Geðshræring á Alþingi vegna tvíbókunar þingmanna Heimir Már Pétursson skrifar 17. september 2019 20:15 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, þingmaður Viðreisnar, átti í snörpum orðaskiptum við þingforseta í dag. Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Ýmis ný gjöld verða tekin upp í umhverfismálum. Nokkurrar geðshræringar gætti meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag áður en umræður um bandorminn, tekju- og gjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar, hófust þar sem samgönguráðherra hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund í ráðuneytinu um veggjöld á sama tíma. Til nokkurra orðahnippinga kom milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna þessa. „Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu og af virðingu við Alþingi Íslendinga?“ spurði Þorgerður Katrín í ræðustól og bætti við. „Það er verið að boða fund núna á eftir upp í ráðuneyti sem gengur út á að hækka skatta á suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn suðvesturhornsins frá þinginu á meðan? Ég spyr af hverju?“ spurði Þorgerður Katrín rétt áður en hún yfirgaf ræðustólinn. Steingrímur tók þá til máls. „Forseti mælist nú til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir.“ „Forseti segir mér ekki hvað á að ræða,“ kallaði Þorgerður Katrín fram í utan úr þingsal. „Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta.....“ „Ég vil fá það skriflegt,“ kallaði Þorgerður Katrín og við það fauk nokkuð í Steingrím sem byrsti róminn. „Forseti stendur ekki í orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og Þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur og sló í bjölluna. Hann tilkynnti síðar að fundi samgönguráðherra með þingmönnum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og umræður um bandorminn og önnur mál sem tengjast fjárlögum hófust síðan að loknum umræðum um störf þingsins.Öll gjöld ríkisins hækka um 2,5% Í framsögu sinni fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfir helstu breytingar á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga sem og þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin boðar. Ýmis gjöld hækkuðu ekki umfram 2,5 prósent í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga á almennum markaði. En ýmis ný gjöld verða einnig lögð á eins og urðunargjald. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki sjá að afnám krónu á móti krónu gagnvart öryrkjum væri fjármagnað í frumvarpinu. „Þá langar mig að kalla eftir svörum frá ráðherra hvort það standi ekki enn þá til að afnema krónu á móti krónu í tilviki öryrkja,“ sagði Ágúst Ólafur. Bjarni minnti á að sérstök framfærsluuppbót til öryrkja hafi verið leidd í lög fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar fyrir þá sem höfðu úr engu öðru að spila en berstrípuðum bótum almannatrygginga. Sá hluti bóta hafi verið skertur krónu á móti krónu vegna tekna. „Og þegar menn tala um að það eigi að afnema krónu á móti krónu skerðinguna verða menn auðvitað að spyrja; á að hætta með sérstöku framfærsluuppbótina eins og hún var hugsuð í upphafi eða ekki. Það er það sem hefur tafið endurskoðun þessa máls,“ sagði Bjarni en félagsmálaráðherra væri að vinna að því að ná samkomulagi um framtíðarskipan þessara mála við öryrkja. Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Öll gjöld sem ríkið leggur á eins og eldsneytisgjald, áfengisgjald og önnur gjöld hækka um 2,5 prósent milli ára samkvæmt bandormsfrumvarpi fjármálaráðherra sem hann mælti fyrir á Alþingi í dag. Ýmis ný gjöld verða tekin upp í umhverfismálum. Nokkurrar geðshræringar gætti meðal þingmanna stjórnarandstöðunnar í umræðum um fundarstjórn forseta á Alþingi í dag áður en umræður um bandorminn, tekju- og gjaldafrumvörp ríkisstjórnarinnar, hófust þar sem samgönguráðherra hafði boðað þingmenn höfuðborgarsvæðisins á fund í ráðuneytinu um veggjöld á sama tíma. Til nokkurra orðahnippinga kom milli Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttur formanns Viðreisnar og Steingríms J. Sigfússonar forseta Alþingis vegna þessa. „Af hverju í ósköpunum getur ríkisstjórnin ekki skipulagt sig betur og meira í samvinnu og af virðingu við Alþingi Íslendinga?“ spurði Þorgerður Katrín í ræðustól og bætti við. „Það er verið að boða fund núna á eftir upp í ráðuneyti sem gengur út á að hækka skatta á suðvesturhornið. Er verið að reka okkur þingmenn suðvesturhornsins frá þinginu á meðan? Ég spyr af hverju?“ spurði Þorgerður Katrín rétt áður en hún yfirgaf ræðustólinn. Steingrímur tók þá til máls. „Forseti mælist nú til þess að skattamálin verði rædd þegar þau eru á dagskrá hér á eftir.“ „Forseti segir mér ekki hvað á að ræða,“ kallaði Þorgerður Katrín fram í utan úr þingsal. „Það fellur tæplega undir fundarstjórn forseta að fara út í efnislega umræðu um skatta.....“ „Ég vil fá það skriflegt,“ kallaði Þorgerður Katrín og við það fauk nokkuð í Steingrím sem byrsti róminn. „Forseti stendur ekki í orðaskiptum við þingmenn. Forseti segir það sem hann vill segja og Þingmenn hlusta,“ sagði Steingrímur og sló í bjölluna. Hann tilkynnti síðar að fundi samgönguráðherra með þingmönnum hefði verið frestað um óákveðinn tíma og umræður um bandorminn og önnur mál sem tengjast fjárlögum hófust síðan að loknum umræðum um störf þingsins.Öll gjöld ríkisins hækka um 2,5% Í framsögu sinni fór Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra yfir helstu breytingar á gjalda- og tekjuhlið fjárlaga sem og þær skattkerfisbreytingar sem ríkisstjórnin boðar. Ýmis gjöld hækkuðu ekki umfram 2,5 prósent í samræmi við yfirlýsingu stjórnvalda við gerð kjarasamninga á almennum markaði. En ýmis ný gjöld verða einnig lögð á eins og urðunargjald. Ágúst Ólafur Ágústsson þingmaður Samfylkingarinnar sagðist ekki sjá að afnám krónu á móti krónu gagnvart öryrkjum væri fjármagnað í frumvarpinu. „Þá langar mig að kalla eftir svörum frá ráðherra hvort það standi ekki enn þá til að afnema krónu á móti krónu í tilviki öryrkja,“ sagði Ágúst Ólafur. Bjarni minnti á að sérstök framfærsluuppbót til öryrkja hafi verið leidd í lög fyrir tilstuðlan Jóhönnu Sigurðardóttur fyrrverandi formanns Samfylkingarinnar fyrir þá sem höfðu úr engu öðru að spila en berstrípuðum bótum almannatrygginga. Sá hluti bóta hafi verið skertur krónu á móti krónu vegna tekna. „Og þegar menn tala um að það eigi að afnema krónu á móti krónu skerðinguna verða menn auðvitað að spyrja; á að hætta með sérstöku framfærsluuppbótina eins og hún var hugsuð í upphafi eða ekki. Það er það sem hefur tafið endurskoðun þessa máls,“ sagði Bjarni en félagsmálaráðherra væri að vinna að því að ná samkomulagi um framtíðarskipan þessara mála við öryrkja.
Alþingi Fjárlagafrumvarp 2020 Tengdar fréttir Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Snörp orðaskipti í þinginu vegna meints skipulagsleysis: „Forseti segir það sem hann vill segja og þingmenn hlusta“ Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, tókust á um meint skipulagsleysi vegna þess að samgönguráðuneytið hafði boðað til fundar með þingmönnum höfuðborgarsvæðisins um endurbætur í samgöngumálum á höfuðborgarsvæðinu á sama tíma og þingfundur stóð yfir í dag. 17. september 2019 14:37