Michael Schumacher útskrifaður af sjúkrahúsinu í París eftir tilraunameðferðina Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 17. september 2019 13:00 Schumacher er sigursælasti formúlukappi sögunnar vísir/getty Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019 Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira
Meðferð Michael Schumacher á sjúkrahúsinu í París er lokið samkvæmt blaðamanni franska blaðsins Le Parisien. Hin fimmtuga þýska kappakstursgoðsögn fór í síðustu viku í tilraunameðferð hjá Frakkanum Philippe Menaschés á Georges Pompidou sjúkrahúsinu í París. Jean-Michel Décugis, blaðamaður Le Parisien, sagði í sjónvarpsviðtali að meðferðinni væri lokið og að Michael Schumacher hefði snúið til baka til síns heima sem er við Genfarvatn í Sviss. Expressen segir frá. Samkvæmt fréttum Le Parisien þá var ætlunin að sprauta stofnfrumum í Michael Schumacher með það markmið að vinna á bólgum í höfði hans. Starfslið spítalans sagði frá því að Michael Schumacher hafi verið með meðvitund eftir meðferðina. Philippe Menaschés er frumkvöðull í slíkum lækningum enda sá fyrsti í heimi sem reyndi slíkt á mannfólki. Þessi aðferð er oftast notuð við meðhöndlun á hjartasjúkdómum en hún ætti að hafa jákvæð áhrif á aðra líkamshluta. Michael Schumacher er að glíma við skelfilegar afleiðingar þess að hafa fengið mikið höfuðhögg þegar hann datt á skíðum í lok desember 2013. Mikil leynd hefur verið yfir ástandi Michael Schumacher eftir slysið og hann hefur ekki sést opinberlega síðan. Schumacher var haldið sofandi í níu mánuði eftir slysið eða þar til að hann var útskrifaður af spítalanum. Það eina sem var gefið út var að hans biði þá löng og erfið barátta í endurhæfingu sinni. Michael Schumacher er sá eini sem hefur orðið sjö sinnum heimsmeistari í formúlu eitt en hann vann titilinn meðal annars fimm ár í röð frá 2000 til 2004. Hann á líka fjölda annarra meta í formúlu eitt. The news that Schumacher is now under the care of world-renowned surgeon Philippe Menasché, described as a “pioneer in cell surgery” has provoked a fever of hope and speculation among fans. Here's how cutting-edge technology could be used to treat traumatic brain injuries: — The Telegraph (@Telegraph) September 16, 2019
Formúla 1 Frakkland Þýskaland Skíðaslys Michael Schumacher Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti Sport 76ers sóttu sigur úr Garðinum Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Fótbolti Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Sport Fleiri fréttir Í beinni: Chelsea - Fulham | Ná heimamenn að pressa á Liverpool? Í beinni: Nott. Forest - Tottenham | Spurs þarf að svara eftir skellinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Þúsundasta sendingin gripin og hlaupamet Michael Vick slegið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og fótbolti 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Botnliðin eiga von og meistararnir geta fallið Bayern heldur enn í vonina um að næla í Wirtz Orðinn pirraður á að ná ekki að bæta met og tíminn að renna út Coote ætlar ekki að áfrýja brottrekstrinum Amorim hissa á fólkinu í kringum Rashford Viggó færir sig um set á nýju ári Ólympíufari í snjóbrettafimi lést í snjóflóði Rooney og Lampard mætast í fyrsta sinn sem þjálfarar Dagskráin í dag: Íslandsmeistarar og stórleikur í NBA Segir slæmt gengi City ekki Haaland að kenna Liverpool sjö sinnum áður verið toppliðið um jólin Sautján ára stelpa þénar hundruð milljóna í súrknattleik Alex Iwobi bregður sér í jólasveinabúning og opnar ókeypis búð „Besti íþróttamaður Íslands gleymdist“ Ver jólunum í faðmi fjölskyldunnar og vonast eftir lóðasetti Hækkaði um tæp hundrað sæti á heimslistanum í ár Fyrsta liðið til að fá ekki á sig stig og sæti í úrslitakeppninni tryggt Músaskítur í leikhúsi draumanna Sjá meira