Mæður Downs-barna gagnrýna orðfæri í Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 14. janúar 2019 15:50 Fjórði þáttur Ófærðar var sýndur í gær en þáttaröðin nýtur mikilla vinsælda hér á landi og hlaut fyrri þáttaröðin mikið lof og áhorf erlendis. Lilja Jóns Tvær mæður Downs-barna eru ósáttar við handritshöfunda spennuþáttaraðarinnar Ófærðar vegna orðfæris sem birtist í fjórða þættinum sem sýndur var í Sjónvarpinu í gær. Handritshöfundur segir að ógeðfelldur karakter í þættinum láti orðin falla og lýsi á engan hátt skoðunum þeirra sem standi að þáttaröðinni. Setningin sé notuð til að mála mynd af vondri manneskju.Fyrir þá sem eiga eftir að sjá þáttinn og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu þá er þeim bent á að hætta lestri hér.„Korter í Downs“ Áhorfendur fengu að fylgjast með vandræðagangi meðlima samtakanna Hamars Þórs sem höfðu rænt bæjarstjóranum í Ófærð. Óttuðust tveir þeirra um afleiðingarnar sem það myndi hafa í för með sér þegar þeir komust að því að lögreglan var komin á slóð þeirra. Annar mannræningjanna verður nokkuð æstur yfir því hversu illa plan þeirra gengur og á vart orð til að lýsa aðstæðunum sem þeir eru lentir í. „Ég skil þetta með Skúla, hann er svona korter í Downs,“ segir annar ræninginn á einum tímapunkti og vill ólmur myrða bæjarstjórann til að fela spor sín. Er mennirnir tveir meðlimir fyrrnefndra hægri öfga samtaka sem eru á móti innflytjendum og erlendum áhrifum á menningu Íslands. Þessa lína, „hann er svona korter í Downs“ hefur farið fyrir brjóstið á tveimur mæðrum barna sem eru með Downs-heilkenni. Um er að ræða meðfæddan sjúkdóm sem stafar af litningagalla. Nóg um fáfræði og fordóma Greint var frá skrifum Söndru Bjargar Steingrímsdóttur, sem býr á Akranesi, á vef Skagafrétta en hún hafði ritað færslu á Facebook þar sem hún sagði handritshöfunda Ófærðar hafa valdið sér vonbrigðum.Ófærðar-þættirnir njóta gífurlegra vinsælda á Íslandi og er áhorf mikið víða um heim.Lilja JónsDowns-heilkennið hafi verið notað til að lýsa manneskju á niðrandi hátt en henni mislíkar að heilkenni sonar hennar sé umtalað á þennan hátt. „Nóg er fáfræðin og fordómarnir í samfélaginu – ég hélt að við værum komin lengra en þetta á árinu 2019,“ skrifar Sandra Björg.Handritshöfundar beri ábyrgð Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er einnig ósátt við þessa línu en hún á dóttur sem er með Downs-heilkenni. Hún segir handritshöfunda bera mikla ábyrgð og spyr af hverju hún sé ekki nýtt til að ýta frekar undir minnkandi fordóma og fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð? Í hennar augun er það jákvætt að vera manneskja með Downs og vonast Diljá til þess að dóttir hennar geti upplifað sig sem hluti af þjóðfélagi sem geri ekki lítið úr henni að óþörfu. Sigurjón Kjartansson er einn af handritshöfundum Ófærðar en hann segir að þessi orð sem voru látin falla í fjórða þættinum komi frá karakter sem sé ógeðfelldur.Sigurjón Kjartansson handritshöfundur. FBL/StefánGlötuð manneskja sem segir svona „Við erum að mála þarna fólk sem er með ekki neitt sérstaklega geðslegar skoðanir. Og þetta er orðfæri sem ýmsir misjafnir taka sér til munns,“ segir Sigurjón. Hann ítrekar að þessi setning lýsi ekki skoðunum eða orðfæri því sem þeir sem standa að seríunni myndu taka sér í munn. „Þarna er verið að mála ákveðinn karakter skýrum litum sem lætur svona ófögnuð út úr sér. Manneskja sem er glötuð myndi nota svona orðfæri,“ segir Sigurjón. Hann tekur fram að það sé auðvitað mjög leiðinlegt ef slíkt særir einhvern og það hafi alls ekki verið ætlunin. Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, bendir á í umræðum við færslu Diljá að það skipti máli í hvaða samhengi skáldsagnapersónur segja miður fallega hluti. Ef persónan er illa innrætt gæti þurft að sýna það með því að láta hana segja pólitískt ranga hluti, jafnvel slæma og hatursfulla hluti, ef það á að mála raunverulega mynd af henni. Stjórn félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnin harmar þetta orðfæri. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Tvær mæður Downs-barna eru ósáttar við handritshöfunda spennuþáttaraðarinnar Ófærðar vegna orðfæris sem birtist í fjórða þættinum sem sýndur var í Sjónvarpinu í gær. Handritshöfundur segir að ógeðfelldur karakter í þættinum láti orðin falla og lýsi á engan hátt skoðunum þeirra sem standi að þáttaröðinni. Setningin sé notuð til að mála mynd af vondri manneskju.Fyrir þá sem eiga eftir að sjá þáttinn og vilja ekki láta spilla áhorfi sínu þá er þeim bent á að hætta lestri hér.„Korter í Downs“ Áhorfendur fengu að fylgjast með vandræðagangi meðlima samtakanna Hamars Þórs sem höfðu rænt bæjarstjóranum í Ófærð. Óttuðust tveir þeirra um afleiðingarnar sem það myndi hafa í för með sér þegar þeir komust að því að lögreglan var komin á slóð þeirra. Annar mannræningjanna verður nokkuð æstur yfir því hversu illa plan þeirra gengur og á vart orð til að lýsa aðstæðunum sem þeir eru lentir í. „Ég skil þetta með Skúla, hann er svona korter í Downs,“ segir annar ræninginn á einum tímapunkti og vill ólmur myrða bæjarstjórann til að fela spor sín. Er mennirnir tveir meðlimir fyrrnefndra hægri öfga samtaka sem eru á móti innflytjendum og erlendum áhrifum á menningu Íslands. Þessa lína, „hann er svona korter í Downs“ hefur farið fyrir brjóstið á tveimur mæðrum barna sem eru með Downs-heilkenni. Um er að ræða meðfæddan sjúkdóm sem stafar af litningagalla. Nóg um fáfræði og fordóma Greint var frá skrifum Söndru Bjargar Steingrímsdóttur, sem býr á Akranesi, á vef Skagafrétta en hún hafði ritað færslu á Facebook þar sem hún sagði handritshöfunda Ófærðar hafa valdið sér vonbrigðum.Ófærðar-þættirnir njóta gífurlegra vinsælda á Íslandi og er áhorf mikið víða um heim.Lilja JónsDowns-heilkennið hafi verið notað til að lýsa manneskju á niðrandi hátt en henni mislíkar að heilkenni sonar hennar sé umtalað á þennan hátt. „Nóg er fáfræðin og fordómarnir í samfélaginu – ég hélt að við værum komin lengra en þetta á árinu 2019,“ skrifar Sandra Björg.Handritshöfundar beri ábyrgð Diljá Ámundadóttir Zoëga, varaborgarfulltrúi Viðreisnar í Reykjavík, er einnig ósátt við þessa línu en hún á dóttur sem er með Downs-heilkenni. Hún segir handritshöfunda bera mikla ábyrgð og spyr af hverju hún sé ekki nýtt til að ýta frekar undir minnkandi fordóma og fagna fjölbreytileikanum í allri sinni dýrð? Í hennar augun er það jákvætt að vera manneskja með Downs og vonast Diljá til þess að dóttir hennar geti upplifað sig sem hluti af þjóðfélagi sem geri ekki lítið úr henni að óþörfu. Sigurjón Kjartansson er einn af handritshöfundum Ófærðar en hann segir að þessi orð sem voru látin falla í fjórða þættinum komi frá karakter sem sé ógeðfelldur.Sigurjón Kjartansson handritshöfundur. FBL/StefánGlötuð manneskja sem segir svona „Við erum að mála þarna fólk sem er með ekki neitt sérstaklega geðslegar skoðanir. Og þetta er orðfæri sem ýmsir misjafnir taka sér til munns,“ segir Sigurjón. Hann ítrekar að þessi setning lýsi ekki skoðunum eða orðfæri því sem þeir sem standa að seríunni myndu taka sér í munn. „Þarna er verið að mála ákveðinn karakter skýrum litum sem lætur svona ófögnuð út úr sér. Manneskja sem er glötuð myndi nota svona orðfæri,“ segir Sigurjón. Hann tekur fram að það sé auðvitað mjög leiðinlegt ef slíkt særir einhvern og það hafi alls ekki verið ætlunin. Alexandra Briem, varaborgarfulltrúi Pírata í Reykjavík, bendir á í umræðum við færslu Diljá að það skipti máli í hvaða samhengi skáldsagnapersónur segja miður fallega hluti. Ef persónan er illa innrætt gæti þurft að sýna það með því að láta hana segja pólitískt ranga hluti, jafnvel slæma og hatursfulla hluti, ef það á að mála raunverulega mynd af henni. Stjórn félags áhugafólks um Downs-heilkenni sendi frá sér yfirlýsingu síðdegis þar sem stjórnin harmar þetta orðfæri.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42 Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33 Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Lífið Fleiri fréttir Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Twitter brást vel við Ófærð Steinn Ármann Magnússon, órenndar yfirhafnir og hljóðvandræði virðast hafa stolið senunni í fyrsta þætti nýrrar þáttaraðar af Ófærð, sem frumsýndur var í kvöld. 26. desember 2018 23:42
Birta blóði drifna stiklu úr Ófærð RVK Studios, framleiðslufyrirtæki Ófærðar birtu stiklu úr annari þáttaröðinni í dag. 23. nóvember 2018 17:33