Stal sjúkrabíl og ók á fólk í Osló Atli Ísleifsson og Samúel Karl Ólason skrifa 22. október 2019 11:06 Skotum var hleypt af þegar sjúkrabíllinn var stöðvaður. EPA/Stian Lysberg Solum Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019 Noregur Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira
Vopnaður maður tók sjúkrabíl ófrjálsri hendi og ók á fjölda fólks í hverfinu Torshov í Osló um hádegisbil í dag. NRK segir frá því að sjúkralið hafi verið í útkalli við Åsengata í Torshov þegar bílnum var rænt. Í fréttinni segir að sjúkrabílnum hafi verið ekið á fólk, barnavagn og eyðilagt skilti. Lögregla greinir frá því á Twitter að vopnaður maður hafi rænt bílnum. Lögreglan hleypti af skotum þegar hann var stöðvaður við Krebs gate. Skotið var á dekk sjúkrabílsins en ku maðurinn ekki hafa særst við handtöku. Vitni segja manninn einnig hafa skotið á lögregluþjóna en það hefur ekki verið staðfest af lögreglu.Samkvæmt lögreglunni ók maðurinn um í fimmtán mínútur áður en hann var stöðvaður. Leit stendur yfir að konu sem talin er koma að málinu. Er hún sögð vera 165 sentimetrar á hæð., krullað brúnt hét, í svörtum jakka og undir áhrifum. Ekki liggur fyrir um fjölda slasaða að svo stöddu. Sjö mánaða tvíburarar voru í barnavagni sem ekið var á. Annar tvíburanna særðist lítillega en ekki er vitað um ástandið hins. Maðurinn sem stal sjúkrabílnum er talinn hafa velt bíl sínum þar nærri. Vitni segir hann hafa skriðið út úr bílnum með poka úr Ikea og flúið af vettvangi slyssins. Skömmu eftir það er hann sagður hafa stolið sjúkrabílnum.Hér að neðan má meðal annars sjá myndband af lögregluþjónum reyna að stöðva sjúkrabílinn og skjóta á hann. #Oslo Vi har kontroll på en ambulanse som ble stjålet, av en bevæpnet mann. Det ble avfyrt skudd for å stanse gjerningsmannen, han er ikke kritisk skadd. Oppdatering vil komme. — OPS Politiet Oslo (@oslopolitiops) October 22, 2019
Noregur Mest lesið Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent „Skiptir sannleikurinn engu máli?“ Innlent Clinton lagður inn á sjúkrahús Erlent Rútur skildar eftir á Holtavörðuheiði og leiðinni lokað Innlent Egill Þór er látinn Innlent Lýsti yfir sakleysi sínu Erlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Erlent Komust með flugvélinni á ögurstundu Innlent Hyggst greiða atkvæði með bókun 35 Innlent Fleiri fréttir Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Sjá meira