ADHD kemur það mér við? Jóna Kristín Gunnarsdóttir skrifar 22. október 2019 11:30 Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Jóna Kristín Gunnarsdóttir Mest lesið Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Stuðlar: neyðarástand í meðferðarkerfinu Böðvar Björnsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Einfalda svarið er JÁ. Einstaklingar með ADHD eru hluti af samfélaginu. Oft eru þetta kraftmiklir, frumlegir og hæfileikaríkir einstaklingar. Skilningur skiptir sköpum og kemur í veg fyrir fordóma og mýtur. Einstaklingar með ADHD þurfa að leita sér upplýsinga um ADHD og læra hvernig best má nýta þessa eiginleika og koma um leið í veg fyrir óæskilegar uppákomur.ADHD er allstaðar En þið hin sem ekki hafið ADHD af hverju kemur þetta ykkur við? Börn spegla sig í fullorðnum og því skiptir skilningur þeirra sem ekki eru með ADHD miklu fyrir barn með ADHD. Í dag greinast börn fyrr en áður var, sem þýðir að fyrr er byrjað að vinna með þeim. Þessi börn geta verið nemendur ykkar, bekkjarfélagar barnanna ykkar, liðsfélagar, nánir vinir og svona mætti lengi telja. Með þekkingu öðlast barnið aukin skilning, fær annað viðmót sem getur verið ómetanlegt þar sem börn með ADHD lenda oft á tíðum í mótlæti og þar getur eitt bros eða faðmlag hjálpað mikið. Ef við sem erum fyrirmyndirnar vöndum okkur, hvernig við ræðum um ADHD og þá einstaklinga sem hafa það, getum við í leiðinni búið til jákvætt viðhorf og skilning hjá öðrum.#snillingar Það eru ekki eingöngu börn sem eru með ADHD og í raun má segja að allt ofangreint gildi jafnframt á vinnumarkaðinum. Það er kannski minna um knús á vinnumarkaðinum en skilningur og jákvætt viðhorf er dýrmætt. Vinnuveitendur geta með skilningi á ADHD jafnvel fengið meira út úr starfskrafti sínum, hugsanlega þarf hann sjónræn skilaboð, fer aðrar leiðir en hinir en skilar jafnvel meiru í lokin, kemur með nýja sýn á mál og svona mætti lengi telja. Ég vil taka það skýrt fram að ADHD er ástæða en ekki afsökun og það er mikilvægt að vinna með jákvæðu styrkleikana sem fylgja en yppa ekki öxlum og gefast upp.#TakkADHD Ég hef áður kallað eftir jákvæðari umfjöllun fjölmiðla um ADHD. Nú í ADHD vitundarmánuðinum vil ég benda á að þú og ég, við öll sem samfélag, getum með auknum skilningi á ADHD lagt okkar af mörkum til að börn, unglingar, fullorðnir og aldraðir með ADHD verði ekki eins oft fyrir höfnun, upplifi síður að enginn skilji þau og finnist sjaldnar að þau séu ekki nógu góð.Höfundur er kennari og stjórnarkona í ADHD samtökunum.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar