Lífið

Hera vakti athygli á heimsfrumsýningu See

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Hera leikur aðalhlutverk í nýjum þáttum framleiddum af Apple.
Hera leikur aðalhlutverk í nýjum þáttum framleiddum af Apple. Mynd/Getty
Ljósmyndarar kepptust um að fá að mynda leikkonuna Heru Hilmarsdóttur á rauða dreglinum í gær. Hera var viðstödd heimsfrumsýningar Apple TV á á sjónvarpsþáttunum See, en þættirnir gerast í framtíðinni þar sem allt mannkynið er blint.  Hera, sem kallar sig Hera Hilmar, ljómaði og virtist mjög afslöppuð á rauða dreglinum. 

Hera Hilmar á frumsýningu See.Mynd/Getty
Hera leikur Maghra í þáttunum á móti Game of Thrones leika ranum Jason Momoa. Hera og Momoa voru mynduð á rauða dreglinum í gær ásamt Alfre Woodard, Nesta Cooper, Archie Madekwe, Yadira Guevara-Prip, Christian Camargo og Sylvia Hoeks.

Hera Hilmarsdóttir og Jason Momoa leika par í þáttunum og eignast þau saman börn, með ófyrirséðum afleiðingum.Mynd/Getty
Hera sást síðast á hvíta tjaldinu í í aðalhlutverki í myndinni Mortal Engines sem framleidd var af Peter Jackson. Hera sagði eftir fumsýningu Mortal Engines að hún hafi verið svolítið hrædd á frumsýningunni í London, vegna „agressívra“ ljósmyndara.

Aðalleikarar sjónvarpsþáttanna See.Mynd/Getty
Það er Apple sem framleiðir þættina og verða þeir aðgengilegir frá 1.nóvember næstkomandi.

Hera leikur ákveðna móður í þessum áhugaverðu þáttum.Skjáskot/Youtube
Stiklu fyrir þættina má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. 

Meðfylgjandi myndband var tekið af Heru á rauða dreglinum í Los Angeles í gær. 

„Það er er geggjað. Ég get ekki sagt of mikið um það, en ég held við höfum aldrei séð neitt eins og þetta,“ sagði Hera um þættina í Íslandi í dag á síðasta ári

Hera HilmarsdóttirMynd/Getty

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×