McIlroy pirraður á ummælum Koepka um biðina löngu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. október 2019 07:00 McIlroy og Koepka. Ummæli þess síðarnefnda fóru í taugarnar á Norður-Íranum. vísir/getty Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy. Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Norðurírski kylfingurinn Rory McIlroy segir að það hafi verið óþarfi hjá Brooks Koepka, efsta manni heimslistans, að minna sig á hversu lengi hann hafi þurft að bíða eftir sigri á risamóti. Í síðustu viku sagði Koepka að hann teldi McIlroy ekki lengur vera sinn höfuðandstæðing þar sem hann hefði ekki unnið risamót í fimm ár. „Þetta var ekki rangt hjá Brooks,“ sagði McIlroy í viðtali við GOLF TV. Hann viðurkenndi þó að ummæli þess bandaríska hefðu pirrað sig. „Hann hefur verið besti kylfingur heims undanfarin ár. En það var óþarfi að núa mér því um nasir að ég hafi ekki unnið risamót í dágóðan tíma.“ McIlroy hefur unnið fjögur risamót á ferlinum. Hann vann PGA-meistaramótið 2012 og 2014, Opna bandaríska 2011 og Opna breska 2014. Þrátt fyrir að vera fúll yfir ummælum Koepka ítrekaði McIlroy að þeim væri vel til vina. „Ég elska Brooks. Hann er frábær náungi og mikill keppnismaður eins og við allir,“ sagði McIlroy.
Golf Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Köstuðu svínshöfði inn á völlinn Fótbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti Wendell Green rekinn frá Keflavík Körfubolti Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Körfubolti Sextán ára undrabarnið sem minnir á Bolt Sport BKG kveður keppinaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Handbolti Í beinni: Liverpool - Leverkusen | Xabi Alonso snýr aftur á Anfield Fótbolti Fleiri fréttir Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira