Fótbolti

Þetta gæti verið best klæddi þjálfari heims

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Segundo Castillo var stórglæsilegur í bleiku jakkafötunum sínum á hiðarlínunnni í leik River Plate og Barcelona.
Segundo Castillo var stórglæsilegur í bleiku jakkafötunum sínum á hiðarlínunnni í leik River Plate og Barcelona. Getty/Diego Haliasz

Ekvadorinn Segundo Castillo hefur verið að skapa sér nafn í fótboltaheiminum á stuttum tíma síðan hann varð þjálfari. Ekki þó bara fyrir frammistöðu liðsins hans heldur einnig fyrir klæðaburð þjálfarans á hliðarlínunni.

Castillo fékk heilmikla athygli þegar hann mætti í hvítum jakkafötum á dögunum en í síðasta leik tók hann skref lengra og mætti í glæsilegum bleikum jakkafötum.

Castillo þjálfar Barcelona en þó ekki Katalóníufélagið heldur Barcelona de Guayaquil frá Ekvador.

Castillo mætti í bleiku þegar liðið hans náði markalausu jafntefli á móti argentínsku risunum í River Plate í Copa Libertadores, Suðurameríkukeppni félagsliða..

Fyrir mánuði síðan þá sló ekvadorska Barcelona út brasilísku risanna í Corinthians.

Hinn 42 ára gamli Castillo var sjálfur leikmaður og lék yfir 87 landsleiki fyrir Ekvador.

Þetta er aftur á móti hans fyrsta þjálfarastarf.

Castillo segist klæða sig upp á hliðarlínunni til að skapa sínu liði sérstöðu á stóra sviðinu og fá einnig sína leikmenn til að trúa að þeir eigi heima á stærsta sviðinu í suðurameríska fótboltanum.

Í leiknum sýndi Castillo einnig frábær tilþrif á hliðarlínunni þegar hann tók glæsilega niður háa sendingu sem kom til hans í þjálfaraboxinu. Það má sjá þetta atvik með því að fletta hér fyrir neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×