Aukið val Guðfinna Harpa Árnadóttir skrifar 26. nóvember 2019 08:00 Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðfinna Harpa Árnadóttir Landbúnaður Mest lesið Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Skoðun Skoðun Styrk stjórn gefur góðan árangur Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun „Bara ef það hentar mér“ Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar Skoðun Borgin græna og ábyrgðin gráa Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Stalín á ekki roð í algrímið Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Sorrý, Andrés Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við ESB og NATO Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Börnin borga fyrir hagræðinguna í Kópavogi Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hvernig er veðrið þarna uppi? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar Skoðun Viska: Sterkara stéttarfélag framtíðarinnar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki raunverulegt réttlæti Snorri Másson skrifar Skoðun Ábyrgð auglýsenda á íslenskri fjölmiðlun Daníel Rúnarsson skrifar Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson skrifar Skoðun Á að láta trúð ráða ferðinni? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Vinnubrögð Carbfix eru ámælisverð Ólafur Sigurðsson skrifar Skoðun Öllum til hagsbóta að bæta hag nýrra Íslendinga Marta Wieczorek skrifar Skoðun Raunveruleg úrræði óskast takk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Sjá meira
Síðasta sumar var ég svo heppin að fá tækifæri til að heimsækja sláturhús, kjötvinnslu, bændaverslun og veitingastað á býlinu Hallegaard á Bornholm í Danmörku. Bóndinn á bænum stofnaði sláturhúsið í kjölfar þess að ekki var lengur hægt að fá slátrað gripum á eynni heldur þurfti að flytja alla sláturgripi með ferju til slátrunar. Honum fannst þetta ótækt fyrir bændurna þar, metnaðarfullan veitingarekstur svæðisins og kröfuharða neytendur en eyjan er, líkt og okkar, mikil ferðamannaparadís. Fyrirtækið á Hallegaard hefur verið í stöðugum vexti og býður nú frábært úrval bæði af ferskvöru og unninni vöru sem er einstakt handverk án allra aukaefna. Þar sem við sátum í sólinni í garði veitingastaðarins og nutum veitinganna varð mér hugsað heim. Þetta vantar okkur alveg heima – staði þar sem dýrin eru alin og unnin alla leið í vandaða lúxusvöru. Staði þar sem allur virðisaukinn sem verður til af hráefninu rennur til frumframleiðandans sjálfs og hans eigið hugvit og elja stjórnar því hversu mikill hann er. Í Borgarnesi starfar reyndar handverkssláturhús, þar sem slátrað er fyrir bændur sem sjálfir hafa markaðssett sína vöru og sjá um afhendingu hennar. Sláturdýrin eru hins vegar ekki alin þar. Einnig eru komnar af stað nokkrar flottar kjötvinnslur í eigu bænda, einhverjir bændur selja sitt kjöt sjálfir tilbúið í frystikistu neytenda og mörg ferðaþjónustufyrirtæki bænda bjóða upp rétti úr afurðum búsins á sínum matseðlum. Öll þessi fyrirtæki útvista hins vegar slátruninni sjálfri til stóru afurðastöðvanna og missa þannig einn hlekk út úr sinni virðiskeðju og kannski ekki síður einn hlekk út úr vinnsluferlinu sem getur verið heftandi á vöruþróun. Ég held að mörg okkar hafi heimsótt sambærileg býli og Hallegaard víðsvegar um Evrópu. Íslensk matvælalöggjöf er evrópsk matvælalöggjöf og á hennar grunni ættum við að geta heimfært sömu reglugerðir og notast er við um alla Evrópu. Einnig eigum við margt gott fagfólk í úrvinnslu matvæla og matvælaöryggi hér á landi sem fyllilega er treystandi til að móta slíkar reglur eða laga þær evrópsku að aðstæðum hér á landi. Þar má nefna starfsfólk Matís en eitt hlutverka Matís er að tryggja matvælaöryggi. Fyrir rúmlega ári síðan eða í byrjun september 2018 gaf Matís út skýrar og nákvæmar tillögur að sérstökum reglum um örsláturhús og voru þær tillögur gefnar út undir stjórn þáverandi forstjóra Matís, Sveins Margeirssonar. Sú útfærsla sem þar er kynnt myndi tryggja að þeir bændur sem vilja geti sjálfir unnið úr eigin hráefni öll skref frá haga í maga án þess að það myndi draga úr matvælaöryggi. Á undanförnum vikum og jafnvel mánuðum hefur sú makalausa samsæriskenning flogið fjöllum hærra að nú standi ekkert í vegi fyrir framþróun á þessu sviði annað en „sumir“ bændur og þá sérstaklega bændaforustan. Þessu hefur verið fleygt fram af „öðrum“ bændum og jafnvel þingmönnum. Ekkert gæti verið fjær því hvað varðar forustu Landssamtaka sauðfjárbænda. Við treystum góðu fagfólki til að móta þessar tillögur þannig að okkar einstöku stöðu í matvælaöryggismálum sé ekki ógnað. Við fögnum því trausti til bænda sem fram kemur ofannefndum tillögum og vitum að þeir bændur sem hefja rekstur örsláturhúsa samkvæmt þessum reglum munu verða traustsins verðir. Við treystum því að landbúnaðarráðherra klári nauðsynlegar laga- og reglubreytingar farssællega og í takti við áður útgefnar tillögur Matís enda hefur Kristján Þór Júlíusson sýnt áhuga og frumkvæði til þess. Breytingarnar munu skipta sauðfjárbændur máli og þær munu líka skipta neytendur máli. Það munu ekki öll býli setja af stað örsláturhús. Áfram munum við þurfa á stóru afurðastöðvunum, þeirra aðferðafræði og þeirra vöruúrvali að halda. Til viðbótar munu neytendur hafa aðgang að öðruvísi vöruúrvali. Vöruúrvali þar sem þættir eins og rekjanleiki, framleiðsluaðferðir, kolefnisbókhald, gróðurfar í beitilandi, meyrnunartími og sláturaðferðir svo dæmi séu nefnd ráða ferð. Vöruúrvali þar sem einungis hugmyndaflug bóndans og neytandans eru takmarkandi þættir þegar kemur að vöruþróun.Höfundur er sauðfjárbóndi og formaður Landssamtaka sauðfjárbænda.
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Skoðun Hvar værum við án þeirra? – Um mikilvægi Pólverja á Íslandi Svandís Edda Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson skrifar
Skoðun Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar skrifar
Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar
Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir skrifar
Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Hugsanaskekkja forsætiráðherra í Evrópumálum – Þetta eru tvö skref! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til ráðherranna Hönnu Katrínar og Ingu Sæland - blóðmeramálið Árni Stefán Árnason skrifar
Er órökréttur skattafsláttur fyrir tekjuháa besta leiðin til að styðja barnafólk? Ragna Sigurðardóttir Skoðun
Fagleg forysta skiptir öllu - Af hverju eru ekki fleiri stjórnendur og leiðtogar að kveikja á perunni? Sigurður Ragnarsson Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun