Fjórir Íslendingar í varðhaldi vegna umfangsmikils kókaínsmygls Nadine Guðrún Yaghi skrifar 23. maí 2019 18:30 Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess. Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira
Fjórir Íslendingar eru í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa smyglað á annan tug kílóa af kókaíni til landsins. Þetta er eitt mesta magn kókaíns sem náðst hefur í einu hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld. Málið kom upp á Keflavíkurflugvelli þann 12. maí síðastliðinn og voru fjórir úrskurðaðir í gæsluvarðhald í kjölfarið. Málið á uppruna sinn í Frankfurt í Þýskalandi en lögreglan á Suðurnesjum í samstarfi við þýsk lögregluyfirvöld, tollgæsluna á Keflavíkurflugvelli og lögregluna á höfuðborgarsvæðinu vinna nú að rannsókn málsins. Þetta staðfestir Jón Halldór Sigurðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á Suðurnesjum og segir að unnið sé að umfangsmikilli rannsókn er varðar innflutning fíkniefna. Hann segir að lögregla hafi lagt hald á umtalsvert magn fíkniefna og fjármuna í tenglsum við málið. Samkvæmt heimildum fréttastofu er um kókaín að ræða og er magnið með því mesta sem haldlagt hefur verið hér á landi í einu, eða meira en tíu kíló. Jón Halldór vildi ekki staðfesta þetta. Ljóst er að götuvirði efnisins hleypur á hundruðum milljóna en götuverð á kókaíni er um 14.600 krónur samkvæmt verðlagskönnun SÁÁ. Þannig eru tíu kíló virði 146 milljóna króna. Mikið hefur verið fjallð um aukið framboð og eftirpurn eftir kókaíni hér á landi á síðustu mánuðum. Til að mynda sýnir nýleg rannsókn Rannsóknarstofu Háskóla Íslands í eiturefnafræðum að magn kókaíns í frárennslisvatni í Reykjavík hafi rúmlega fjórfaldast á tveimur árum. Þá hefur mikil fjölgun orðið á innlögnum kókaínfíkla á sjúkrahúsinu Vogi en mun fleiri voru innritaðir árið 2018 en rétt fyrir efnahagshrunið 2008. Þá hefur neysla ungmenna á kókaíni aukist mikið samkvæmt upplýsingum frá Vogi og efnin að verða sterkari. Fréttastofa hefur ekki upplýsingar um styrkleika kókaínsins í umræddu máli. Fólkið sem er í gæsluvarðahaldi vegna málsins eru Íslendingar, samkvæmt heimildum fréttastofu. Jón Halldór segir að rannsókn málsins miði vel en verst frekari frétta af rannsókn þess.
Keflavíkurflugvöllur Lögreglumál Tollgæslan Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Fleiri fréttir „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag Sjá meira