Fertugasta og sjötta Suður-Ameríkukeppnin í fótbolta, Copa America, fer fram í sumar og verður hægt að sjá alla leikina í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport.
Mótið fer fram í Brasilíu 14. júní til 7. júlí og á Síle titil að verja eftir að hafa unnið síðustu tvær keppnir, 2016 og 2015.
Tólf þjóðir berjast um Suður-Ameríkumeistaratitilinn. Allar tíu aðildarþjóðir suður-ameríska sambandsins og tvær gestaþjóðir: Katar og Japan.
Opnunarleikur mótsins er leikur Brasilíu og Bólivíu sem fram fer í Sao Paulo 14. júní.
Mörg af stærstu nöfnum fótboltaheimsins verða í eldlínunni á mótinu, meðal annars Neymar, Lionel Messi, James Rodriguez og Sergio Aguero. Strax á öðrum degi mótsins mætast Argentína og Kólumbía og má þá sjá James Rodriguez berjast við Messi, Aguero og félaga.
Úrslitaleikur mótsins verður leikinn 7. júlí í Ríó, klukkan 20:00 að íslelnskum tíma í þráðbeinni útsendingu á Stöð 2 Sport.

