Öflugur hvirfilbylur gekk yfir Jefferson í Missouri í Bandaríkjunum í nótt og er tjónið mikið að sögn veðurstofunnar þar í landi.
Jefferson er höfuðborg ríkisins en hún er í um 200 kílómetra fjarlægð frá stórborginni St. Louis. Ekkert manntjón virðist hafa orðið í óveðrinu en lögregla fékk fjölda símtala frá fólki sem var fast í braki húsa sinna.
Þá fór rafmagnið af stórum hluta borgarinnar. Veðurspáin gefur ekki tilefni til bjartsýni og jafnvel er hætta á fleiri hvirfilbyljum á svæðinu.
Mikið tjón í Jefferson eftir hvirfilbyl
Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
