Hægara sagt en gert að semja um starfslok embættismanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. september 2019 20:48 Haraldur Johannessen, ríkislögreglustjóri. Vísir/vilhelm Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra. Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Dósent í stjórnsýslurétti segir að það sé töluverðum takmörkunum háð að semja um starfslok embættismanna á borð við ríkislögreglustjóra. Þá hafi vantraustsyfirlýsingar, eins og þær sem borist hafa úr herbúðum lögreglu á ríkislögreglustjóra í vikunni, ekki áhrif á það hvort sá sem á í hlut haldi starfinu. Gustað hefur um Harald Johannessen ríkislögreglustjóra að undanförnu, ekki síst eftir að átta af níu lögreglustjórum í landinu lýstu yfir vantrausti á honum í gær. Lögreglumenn fylgdu svo í kjölfarið.Trausti Fannar Valsson, dósent í stjórnsýslurétti.Trausti Fannar Valsson dósent í stjórnsýslurétti sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 ráðherra geti vissulega veitt embættismönnum lausn um stundarsakir. Skilyrði fyrir brottvikningu úr starfi sé þó fyrst og fremst að embættismaður hafi gerst brotlegur í starfi. Þannig hafi vantrauststillögur ekki mikla þýðingu í því samhengi. „Yfirlýsingar af því tagi hafa ekki þýðingu um það hvort embættismaðurinn eigi að halda starfinu. Ef þær lýsa einfaldlega samskiptavanda eða einhverri slíkri afstöðu, sem ekki er hægt að segja beinlínis að lýsi broti ríkislögreglustjóra að einhverju leyti, þá hafa þær bara þá þýðingu að þær eru pressa á aðila málsins. Og í því tilviki væntanlega fyrst og fremst beint til ríkislögreglustjóra sjálfs en ekki annarra.“ Hugsanlega sé þó hægt að semja við ríkislögreglustjóra um breytingu verkefna – og jafnvel sé hægt að semja um starfslok. „Það er hægt að flytja embættismenn til. Allt er háð þeirra samþykki,“ segir Trausti. „En þeir möguleikar [um starfslok] eru að nokkru marki takmarkaðir. Við þurfum auðvitað að gæta þess að það sé jafnræði og fyrirsjáanleiki í stjórnsýslunni. Að menn noti ekki starfslokasamninga til að fara fram hjá þessum reglum um það hvernig starfslok eiga almennt að bera að. Svo verður auðvitað að hafa í huga að skipunartíminn er fimm ár, hann er ekki endalaus, þannig að það er hægt að endurskoða þessar embættisveitingar á ákveðnum tímapunkti.“Í spilaranum hér að neðan má horfa á kvöldfrétt Stöðvar 2 um helstu vendingar dagsins í máli ríkislögreglustjóra.
Lögreglan Stjórnsýsla Vantraust á ríkislögreglustjóra Tengdar fréttir Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19 Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27 Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Sjá meira
Haraldur fer ekki fet Haraldur Johannessen mun ekki stíga til hliðar úr embætti ríkislögreglustjóra þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjóra á landinu. 24. september 2019 10:19
Skoðar sameiningu Ríkislögreglustjóra og LRH og gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn Meðal þess sem er til skoðunar innan dómsmálaráðuneytisins til þess að leysa úr þeim deilum sem geysa á milli ríkislögreglustjóra og lögreglunnar í landinu er að hvort sameina ætti embætti Ríkislögreglustjóra og embætti Lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu. Dómsmálaráðherra gefur sér nokkrar vikur til að finna lausn á málinu. 24. september 2019 19:27
Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Snorri Magnússon, formaður Landsambands lögreglumanna, er hissa á tíðindum dagsins. Þórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. 24. september 2019 13:45