Hissa að Haraldur steig ekki sjálfur til hliðar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 24. september 2019 13:45 Snorri Magnússon er formaður Landsambands lögreglumanna. Hann treystir ekki Haraldi í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær. Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira
Ríkislögreglustjóri situr áfram í embætti þrátt fyrir vantraust átta af níu lögreglustjórum á landinu og landssambands lögrgelumanna. Þetta segir Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, sem átti fund með Haraldi í morgun. Formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra hvernig lögreglan geti starfað áfram við þetta ástand. Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. Úlfar Lúðvíksson, lögreglustjóri á Vesturlandi, greindi í gær frá því að átta af níu lögreglustjórum landsins treystu ekki Haraldi lengur í starfi. Ríkislögreglustjóri væri óstarfhæfur. Landssamband lögreglumanna samþykkti einnig vantraust á Harald á fundi sínum í gær.Ríkisstjórnin kom saman til fundar í Stjórnarráðinu í morgun þar sem málefni ríkislögreglustjóra voru meðal annars rædd. Að fundi loknum ræddi Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir við fréttamenn.„Ég átti fund með ríkislögreglustjóra í morgun. Ég bind vonir við að það samtal muni halda áfram. Ég hef nú þegar sett af stað vinnu í ráðuneytinu sem fór af stað strax í síðustu viku. Það var sent bréf til lögreglustjóra, ríkislögreglustjóra, lögreglumanna og annarra hluteigandi og sé fram á að þeirri vinnu miði hratt áfram og muni ljúka hratt,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, dómsmálaráðherra, að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun. Hún vildi ekki tjá sig um hvað kom fram á fundi þeirra Haraldar í morgun. Var hún spurð að því hvort Haraldi væri stætt í embætti í ljósi vantraustsyfirlýinga. „Fyrst og fremst þarf að tryggja að löggæsla virki í landinu þrátt fyrir vantraustsyfirlýsingar,“ sagði Áslaug Arna. Eins og staðan væri nú myndi hann sitja áfram í embætti.Þórhildur Sunna Ævarsdótir, þingmaður Pírata og formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar.Vísir/VilhelmÞórhildur Sunna Ævarsdóttir, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar, segir að ráðherra verði að útskýra betur hvernig hvernig lögreglan geti verið starfhæf á meðan nefnd á hennar vegum vinni að einhvers konar skipulagsbreytingum. „Mér finnst það nokkuð skýrt af hálfu lögreglustjóra og almennra lögreglumanna að Haraldi er ekki stætt að sitja áfram. Ég veit ekki hvaða skipulagsbreytingar ættu að breyta þeirri stöðu.“ Hún íhugar að kalla ráðherra á fund stjórnskipunar og eftirlitsnefndar. „Mér finnst að minnska kosti hún verður að skýra fyrir þinginu hvað standi til að gera í málefnum lögreglunnar núna og hvers vegna hún ætli ekkert að aðhafast í málinu fyrr en eftir nokkrar vikur.“ Málið sé þess eðlis að ekki sé hægt að bíða. „Mér finnst einsýnt að þetta kallar á viðbrögð hér og nú og það þýðir ekki að bíða eftir niðurstöðum einhverrar nefndar.“ Snorri Magnússon, formaður landssambands lögreglumanna, er hissa á ákvörðun dómsmálaráðherra. „Það er erfitt að sjá fyrir sér að þetta muni slá á þá ólgu sem er í lögreglunni í dag.“ Snorri segist gera sér grein fyrir því að strangar reglur gildi um setningar og skipanir embættismánna. Hann sé hissa á því að Haraldur víki ekki sjálfur. „Í ljósi tíðinda gærdagsins er ég hissa á því. Þetta er ákvörðun sem liggur fyrir núna, ráðherra er búin að taka. Við verðum bara að sjá hvað kemur út úr því.“Að neðan má sjá viðtal fréttastofu við Snorra Magnússon í kvöldfréttum í gær.
Lögreglan Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu Sjá meira