Sorpa bíður niðurstöðu Seltjarnarnesbæjar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 24. september 2019 13:30 Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnanesbæjar segir bæjarstjórn ósátta með svör formanns stjórnar Sorpu og framkvæmdastjóra um málefni samlagsins. Ekki hafi verið tekin ákvörðun um hvort Seltjarnarnes samþykki lán Sorpu. Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það. Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Stjórn Sorpu skýrði frá því síðustu mánaðamót að gera þyrfti breytingar á fjárfestingaráætlun samlagsins vegna viðbótarkostnaðar upp á einn komm fjóra milljarða króna. Annars vegar var um að ræða viðbótarkostnað vegna byggingar nýrrar gas- og jarðgerðarstöðvar Sorpu í Álfsnesi og síðan hafi gleymdist að setja 720 milljónir króna í áætlunina vegna tækjabúnaðar í stækkaða móttökustöð. Fram kom að Sorpa ætlaði að mæta þessu með því að taka viðbótarlán upp á milljarð. Sorpa er byggðasamlag og eiga sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu samlagið. Þannig lagði Reykjavík til tvo þriðju af stofnfé, Hafnarfjörður og Kópavogur lögðu til ríflega einn tíunda. Garðabær og Mosfellsbær fara með innan við 5% af stofnfénu, Seltjarnarnes um 3% og Bessastaðarhreppur innan við 1%. Sveitarfélögin þurfa öll að samþykkja viðbótarlánið og hafa þau öll samþykkt nema Seltjarnarnesbær. Samkvæmt heimildum fréttastofu liggur á að lánið verði samþykkt til að gera haldið áfram með framkvæmdir við gas-og jarðgerðarstöðina. Magnús Örn Guðmundsson forseti bæjarstjórnar Seltjarnarness sagði í samtali við fréttastofu að bæjarstjórnin hafi ekki fundist skýringar Birkis Jóns Jónssonar formanns stjórnar Sorpu og Björn Halldórssonar framkvæmdastjóra á viðbótarkostnaðinum og mistökunum í fjárfestingaráætluninni nógu góðar á fundi í síðustu viku. Málinu hafi því verið frestað. Á fundinum hafi bæjarstjórn rætt um hvort ekki ætti að bíða eftir úttekt á málum Sorpu áður en ákvörðun verði tekin. Sorpa hafi sýnt slæmt fordæmi í rekstri. Hann segir enn fremur að á fimmtudaginn verði bæjarstjórnarfundur og málefni Sorpu séu ekki á dagskrá fundarins. Það þýði þó ekki að málið verði ekki tekið fyrir enda liggi á að leysa það.
Reykjavík Seltjarnarnes Sorpa Sveitarstjórnarmál Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira