Sigurjón Þórðarson, heilbrigðisfulltrúi á Norðurlandi vestra, segir olíuslikju hafa verið sjáanlega í Grjótá og alveg við ármótin við Norðurá. Í Norðurá hafi slikjan ekki verið sjáanleg en þó olíubragð af vatninu þegar Sigurjón smakkaði það. Ekki er um vatnsverndarsvæði að ræða og komst því olían ekki í neysluvatn.
Lögreglan á Norðurlandi eystra hefur nú greint frá því að búið sé að opna veginn að nýju. Á meðan að á lokun stóð var umferð þung í gegnum Múlagöng og var bílum hleypt þar inn í hollum.