Viðskipti innlent

Horfur úr stöðugum í neikvæðar

Ari Brynjólfsson skrifar
Efnahagsleg áhætta
íslenskra banka er heilt yfir metin stöðug
Efnahagsleg áhætta íslenskra banka er heilt yfir metin stöðug Vísir
Alþjóðlega lánshæfismatsfyrirtækið S&P Global Ratings staðfesti í gær lánshæfismat Íslandsbanka, Arion Banka og Landsbankans í BBB+/A-2. Þrátt fyrir það breyttust horfur allra bankanna þriggja úr stöðugum í neikvæðar.

Ástæðurnar fyrir breyttum horfum má rekja til krefjandi rekstrarumhverfis fyrir íslenskar bankastofnanir sem einkennist af kólnandi hagkerfi, lækkandi vaxta­umhverfi, hárri skattlagningu og ójafnri samkeppnisstöðu við íslenska lífeyrissjóði. Mun þetta allt hafa leitt til lækkandi arðsemi hjá bönkunum.

Heilt yfir sé efnahagsleg áhætta íslenskra banka metin stöðug.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×