Jarðarberjahúsið sprakk og Einar bóndi opnaði bílaverkstæði Garðar Örn Úlfarsson skrifar 24. júlí 2019 08:00 Einar Pálsson og garðyrkjufjölskyldan í Sólbyrgi siglir nú í mótbyr. Fréttablaðið/Ernir Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“ Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira
Framleiðsla á jarðarberjum í Sólbyrgi á Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði hefur legið niðri eftir að plönturnar drápust er gróðurhúsið splundraðist í vetrarveðri og gríðarlegt rigningarsumar fylgdi í kjölfarið. „Við lentum í óveðri í febrúar í fyrra og þá drápust plönturnar sem við ætluðum að nota um vorið. Svo fengum við seint og síðar meir loksins plöntur fyrir náð og miskunn og þá stytti ekki upp í níutíu daga. Við vorum því að lýsa allt sumarið. Og þá bara situr ekkert eftir af þessu,“ segir Einar Pálsson, garðyrkjubóndi í Sólbyrgi. Einar segir þó standa til að vera í meiri garðyrkju. „En við höfðum bara ekki ráð á að kaupa plöntur í vetur eftir svona lélegt ár þannig að það er bara verið að reyna að redda sér dag fyrir dag,“ segir hann. Einhver ræktun er þó enn í gangi í Sólbyrgi. Segir Einar að þau hafi fengið jarðarber í eitt lítið hús. Einnig er eitt hús með tómötum og að auki eru ræktaðar gúrkur. „Við fórum í mikla fjárfestingu til að vera í vetrarræktun en rafmagnið hjá Rarik bara hækkar og hækkar og hækkar og við erum því miður bara hætt að sjá grundvöllinn fyrir því. Maður er fram á miðjan dag að vinna fyrir Rarik og þá er allt hitt eftir. Við erum ekki með neitt starfsfólk, erum bara í þessu, við og dóttir okkar.“ Einar er bifvélavirki og kveðst hafa dustað rykið af þeirri menntun. „Við opnuðum bílaverkstæði í vetur og erum bara að reyna að lifa af. Svo er hugmyndin að geyma hjólhýsi og fellihýsi í vetur og sinna viðhaldi á því. Við ætlum að reyna að vera farin að standa í lappirnar næsta vor svo við getum verið með jarðarber næsta sumar í einhverju alvöru magni.“
Birtist í Fréttablaðinu Landbúnaður Mest lesið Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Gefa út gula viðvörun fyrir allt landið vegna norðan áhlaups Veður Áfrýjun tólf ára fangelsisdóms vegna sjö þúsund króna hafnað Erlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Innlent Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Innlent Fleiri fréttir Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Fjórir handteknir í tengslum við rán Sóttvarnaraðgerðir „aldeilis ekki“ meiri en í Svíþjóð Bíll festist eftir aurskriðu við Dýrafjarðargöng Sjá meira