Gylfi lagði upp í öðrum sigri Everton í röð

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Gylfi í baráttu við Issa Diop, varnarmann West Ham.
Gylfi í baráttu við Issa Diop, varnarmann West Ham. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson lagði upp fyrra mark Everton í 0-2 sigri á West Ham í síðasta leik dagsins í ensku úrvalsdeildinni.

Þetta var annar sigur Everton í röð en liðið er í 9. sæti deildarinnar. West Ham er í því ellefta.

Á 5. mínútu tók Gylfi hornspyrnu og fann Kurt Zouma sem skallaði boltann í netið. Þetta var fjórða stoðsending Gylfa á tímabilinu.

Everton var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og á 33. mínútu skoraði Bernard annað mark liðsins með skoti af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Seamus Coleman. Þetta var fyrsta deildarmark Bernards fyrir Everton.

Sigur gestanna frá Liverpool var aldrei í hættu gegn slöku liði West Ham. Gylfi var tekinn af velli á 85. mínútu.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira