Fundu einstaka steingervinga frá hamförunum sem grönduðu risaeðlunum Kjartan Kjartansson skrifar 30. mars 2019 11:34 Teikning af loftsteinsárekstrinum sem er talinn hafa grandað risaeðlunum. Við áreksturinn flaug ofurhitað berg yfir þúsunda kílómetra svæði og jafnvel út úr lofthjúpi jarðarinnar. Vísir/Getty Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna. Bandaríkin Vísindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira
Vísindamenn í Bandaríkjunum hafa fundið steingerðar leifar fiska og trjáa sem bera merki um loftsteinsáreksturinn sem er talinn hafa valdið aldauða risaeðlanna fyrir um 66 milljónum ára. Steingervingarnir eru jafnvel taldir vísbendingar um hvað gerðist á fyrstu mínútunum og klukkustundunum eftir að loftsteinnin skall á jörðinni. Leifarnar fundust við uppgröft í Tanis í Norður-Dakóta í miðvesturhluta Bandaríkjanna. Breska ríkisútvarpið BBC segir að á meðal þess sem fannst hafi verið steingerðir fiskar og tré sem urðu fyrir berg- og glerbrotum sem rigndi af himnum ofan þegar hamfarirnar dundu yfir. Vísbendingar séu einnig um að berglögin hafi verið böðuð í vatni og er það talið afleiðing tröllvaxinnar flóðbylgju og sjávarflóða sem áreksturinn hratt af stað. Talið er að loftsteinninn sem skall á jörðinni í grunnu hafi þar sem Júkatanskagi við Mexíkóflóa er í dag hafi verið um tólf kílómetra breiður. Við áreksturinn hafi milljarðar tonna af bráðnu bergi þeyst upp í loftið og dreifst yfir þúsunda kílómetra svæði. Steingervingarnir í Tanis eru sagðir bera merki um þetta bergregn. Jarðefnafræðingar eru sagðir hafa tengt efnið sem fannst í Tanis beint við Chicxulub-loftsteinagíginn á Júkatanskaga í Mexíkó. Aldursgreining leiði enn fremur í ljós að aldur þess stemmi við loftsteinsáreksturinn. Flóðbylgjan þurfti að ferðast þrjú þúsund kílómetra frá Mexíkóflóa til svæðisins sem nú er Norður-Dakóta og hefði tekið um sautján klukkustundir. Vísindamennirnir telja því líklegra að jarðskjálftabylgja af völdum árekstursins hafi valdið flóðbylgju í vatni á svæðinu. Bylgjan hafi jafnast á við jarðskjálfta af stærðinni tíu eða ellefu. Hún hefði náð norður til Dakóta á nokkrum tugum mínútna. Grein með niðurstöðum jarðvísindamannanna birtist í vísindaritinu PNAS á mánudaginn. Á meðal höfunda þeirra er Walter Alvarez en honum og föður hans Luis, hefur verið eignaður heiður af kenningunni um að loftsteinn hafi valdið aldauða risaeðlanna.
Bandaríkin Vísindi Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Innlent Fleiri fréttir Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Rússar og Íranar auka samstarf í varnarmálum Stórsigur beggja innan skekkjumarka Ný flaug flaug lengra en áður Sjá meira