Suðupottur hönnunar í borginni Kristjana Björg Guðbrandsdóttir skrifar 30. mars 2019 11:00 Karítas Sveinsdóttir og Hafsteinn Júlíusson hjá HAF Studio. Fréttablaðið/Stefán HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert.Fyrsta einkasýningin: Þræðir í kring Ása Bríet Brattaberg heldur sína fyrstu einkasýningu á Hönnunarmars. Þræðir í kring, í versluninni Evu á Laugavegi. „Þræðir allt í kring er framhald af kjól sem ég gerði fyrir tónlistarkonuna Sóley fyrir Airwaves 2018. Þráðurinn er í aðalhlutverki og ég leyfi textílnum að segja sína sögu í gegnum flíkina. Með saumavélinni skapa ég þræði, og endurtek. Upphafið er ákveðið, endirinn er óvissa. Hugurinn týnist í tímanum og það eina sem stjórnar mér er vélin sem ýtir mér áfram. Í þessu verki varpa ég ljósi á manneskjuna sem verður miðja athyglinnar með alla sína þræði að bera sem eru altumlykjandi og alltumvefjandi. Hugurinn, höndin og þráðurinn; saman spinna þau farveg minn á draumkenndan stað,“ segir Ása Bríet. Hún segist innblásinn af áhuga sínum á fólki. „Hvernig það ber sig og allt sem er á bakvið manneskjuna. Ég fylgist vel með umhverfinu mínu og áferðum sem ég reyni svo að ná fram í textíl. Textíllinn verður svo oftast uppsprettann á því hvernig ég vinn flíkina í snið og útliti,“ segir Ása Bríet. Ása Bríet útskrifaðist úr kjólasaum frá Tækniskólanum árið 2016 og fór þaðan í Myndlistaskólann í Reykjavík. „Fyrir mig er það áhugaverð leið að samtvinna sniðagerð og textíl og leyfa textílnum verða aðalhlutverkið í flíkinni. Handbragðið og mismunandi tækni sem er notað í gerð textíl eykur minn skilning hvernig ég get notað hann,“ segir Ása Bríet. Hún segir tækifæri fólgin í því að sérsauma fatnað á fólk. Bæði sé það umhverfisvænna og þá sé flíkin einstök. „Það væri frábært ef að það væru fleiri sem að myndi átta sig á því að það er hægt að fá sína draumaflík sem maður er búinn að vera með í hausnum í langann tíma, sérsaumaða á sig. Það er allt of mikið um það að fólk er að koma með flíkur sem það hefur pantað á netinu t.d, sem þarf síðan að breyta því að flíkin passar ekki. Fólk virðist vera til í að borga fyrir flíkina, sendingarkostnað og svo viðgerðina á flíkinni en finnst svo vera of dýrt að láta sérsauma á sig. Á endanum þá er þetta svipaður kostnaður, talandi nú ekki um það hvað það er óumhverfisvænt að panta sér föt erlendis frá sem eru kannski í tísku í nokkra mánuði og enda mjög liklegast á einhverjum tímapunkti í landfyllingu. Með sérsaumaðri flík kemur meiri virðing og lengri líftími og án efa nær manneskjan að tjá sig betur í gegnum flíkina,“ segir Ása sem var spennt fyrir því að hitta Katharine Hamnett á Hönnunarmars.Ása Bríet Brattaberg klæðskeri og fatahönnuður. Fréttablaðið/ErnirHAF STUDIO+IKEA Hönnunarparið Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir í HAF STUDIO hafa undanfarin ár hannað eldhús í ýmsum stærðum og gerðum og komu í vinnu sinni auga á vannýtt tækifæri og framleiða nú hágæða framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. HAF FRONT. „Við hjá HAF STUDIO höfum lengi dáðst af vörum IKEA og er staðreyndin sú að grunnskápar og innvols er með því betra sem völ er á. Okkar markmið er því að geta hjálpað enn fleirum að búa til sitt drauma eldhús með því að framleiða hágæða framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. Við erum ekki að finna upp hjólið, en það er hægt að fá svipaða þjónustu á Norðurlöndunum og víðar. Í okkar starfi finnst okkur þetta sárvanta á Íslandi og langar okkur því að bæta þessari þjónustu við starfsemi okkar, segir Hafsteinn. Hvert var markmiðið með hönnuninni? Hvernig mynduð þið lýsa henni? „Markmiðið var að gera hágæða framleiðslu og fallega hönnun aðgengilega sem flestum. Á þessu ári er svo stefnan að breikka vörulínu HAF FRONT og er samstarf nú þegar hafið við þekkta hönnuði og arkitekta um þróun á framhliðum í mismundi áferð, útliti og efnum,“ segir hann.Katharine Hamnett, aktivísti og íkon í tískuheiminum er á Íslandi. Hún er í viðtali á blaðsíðu 36.Ilmsturta í Fischer Skógarböð eða Shinrin-yoku, bæta ónæmiskerfið og auka vellíðan. Ástæðuna má rekja til ilmkjarnaolía sem trén gefa frá sér til að verjast bakteríum. Nordic Angan kynnir á sýningu í versluninni Fischer í Fischersundi Ilmsturtuna, skógarbað fyrir þá sem komast ekki út í skóg.Gólfmottur úr gallabuxum Flétta og Steinunn Eyja Halldórsdóttir sýna gólfmottur í húsgagnaversluninni NORR11. Motturnar eru unnar úr gallabuxum sem safnast í fatasöfnun Rauða krossins en nýtast ekki hérlendis vegna ástands þeirra eða útlits. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
HönnunarMars stendur nú yfir og lýkur á sunnudag. Viðburðir hátíðarinnar eru skipulagðir ýmist af íslenskum hönnuðum og arkitektum, fyrirtækjum eða stofnunum, en þátttakendur hátíðarinnar eru um 400 ár hvert.Fyrsta einkasýningin: Þræðir í kring Ása Bríet Brattaberg heldur sína fyrstu einkasýningu á Hönnunarmars. Þræðir í kring, í versluninni Evu á Laugavegi. „Þræðir allt í kring er framhald af kjól sem ég gerði fyrir tónlistarkonuna Sóley fyrir Airwaves 2018. Þráðurinn er í aðalhlutverki og ég leyfi textílnum að segja sína sögu í gegnum flíkina. Með saumavélinni skapa ég þræði, og endurtek. Upphafið er ákveðið, endirinn er óvissa. Hugurinn týnist í tímanum og það eina sem stjórnar mér er vélin sem ýtir mér áfram. Í þessu verki varpa ég ljósi á manneskjuna sem verður miðja athyglinnar með alla sína þræði að bera sem eru altumlykjandi og alltumvefjandi. Hugurinn, höndin og þráðurinn; saman spinna þau farveg minn á draumkenndan stað,“ segir Ása Bríet. Hún segist innblásinn af áhuga sínum á fólki. „Hvernig það ber sig og allt sem er á bakvið manneskjuna. Ég fylgist vel með umhverfinu mínu og áferðum sem ég reyni svo að ná fram í textíl. Textíllinn verður svo oftast uppsprettann á því hvernig ég vinn flíkina í snið og útliti,“ segir Ása Bríet. Ása Bríet útskrifaðist úr kjólasaum frá Tækniskólanum árið 2016 og fór þaðan í Myndlistaskólann í Reykjavík. „Fyrir mig er það áhugaverð leið að samtvinna sniðagerð og textíl og leyfa textílnum verða aðalhlutverkið í flíkinni. Handbragðið og mismunandi tækni sem er notað í gerð textíl eykur minn skilning hvernig ég get notað hann,“ segir Ása Bríet. Hún segir tækifæri fólgin í því að sérsauma fatnað á fólk. Bæði sé það umhverfisvænna og þá sé flíkin einstök. „Það væri frábært ef að það væru fleiri sem að myndi átta sig á því að það er hægt að fá sína draumaflík sem maður er búinn að vera með í hausnum í langann tíma, sérsaumaða á sig. Það er allt of mikið um það að fólk er að koma með flíkur sem það hefur pantað á netinu t.d, sem þarf síðan að breyta því að flíkin passar ekki. Fólk virðist vera til í að borga fyrir flíkina, sendingarkostnað og svo viðgerðina á flíkinni en finnst svo vera of dýrt að láta sérsauma á sig. Á endanum þá er þetta svipaður kostnaður, talandi nú ekki um það hvað það er óumhverfisvænt að panta sér föt erlendis frá sem eru kannski í tísku í nokkra mánuði og enda mjög liklegast á einhverjum tímapunkti í landfyllingu. Með sérsaumaðri flík kemur meiri virðing og lengri líftími og án efa nær manneskjan að tjá sig betur í gegnum flíkina,“ segir Ása sem var spennt fyrir því að hitta Katharine Hamnett á Hönnunarmars.Ása Bríet Brattaberg klæðskeri og fatahönnuður. Fréttablaðið/ErnirHAF STUDIO+IKEA Hönnunarparið Hafsteinn Júlíusson og Karítas Sveinsdóttir í HAF STUDIO hafa undanfarin ár hannað eldhús í ýmsum stærðum og gerðum og komu í vinnu sinni auga á vannýtt tækifæri og framleiða nú hágæða framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. HAF FRONT. „Við hjá HAF STUDIO höfum lengi dáðst af vörum IKEA og er staðreyndin sú að grunnskápar og innvols er með því betra sem völ er á. Okkar markmið er því að geta hjálpað enn fleirum að búa til sitt drauma eldhús með því að framleiða hágæða framhliðar í stöðluðu formi fyrir IKEA grunnskápa. Við erum ekki að finna upp hjólið, en það er hægt að fá svipaða þjónustu á Norðurlöndunum og víðar. Í okkar starfi finnst okkur þetta sárvanta á Íslandi og langar okkur því að bæta þessari þjónustu við starfsemi okkar, segir Hafsteinn. Hvert var markmiðið með hönnuninni? Hvernig mynduð þið lýsa henni? „Markmiðið var að gera hágæða framleiðslu og fallega hönnun aðgengilega sem flestum. Á þessu ári er svo stefnan að breikka vörulínu HAF FRONT og er samstarf nú þegar hafið við þekkta hönnuði og arkitekta um þróun á framhliðum í mismundi áferð, útliti og efnum,“ segir hann.Katharine Hamnett, aktivísti og íkon í tískuheiminum er á Íslandi. Hún er í viðtali á blaðsíðu 36.Ilmsturta í Fischer Skógarböð eða Shinrin-yoku, bæta ónæmiskerfið og auka vellíðan. Ástæðuna má rekja til ilmkjarnaolía sem trén gefa frá sér til að verjast bakteríum. Nordic Angan kynnir á sýningu í versluninni Fischer í Fischersundi Ilmsturtuna, skógarbað fyrir þá sem komast ekki út í skóg.Gólfmottur úr gallabuxum Flétta og Steinunn Eyja Halldórsdóttir sýna gólfmottur í húsgagnaversluninni NORR11. Motturnar eru unnar úr gallabuxum sem safnast í fatasöfnun Rauða krossins en nýtast ekki hérlendis vegna ástands þeirra eða útlits.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira