Suðurnesjamaðurinn Ísak Óli Ólafsson þreytti frumraun sína með danska úrvalsdeildarliðinu SonderjyskE í kvöld þegar liðið mætti Hvidovre í danska bikarnum.
Ísak Óli leikur í stöðu miðvarðar og lék allar 120 mínúturnar en framlengja þurfti leikinn sem lauk með 4-2 sigri SonderjyskE.
Eggert Gunnþór Jónsson er einnig á mála hjá SonderjyskE en hann fékk hvíld í kvöld.
Ísak Óli þreytti frumraun sína með SonderjyskE
Arnar Geir Halldórsson skrifar
