Fimmtán börn þurftu að vera heima vegna manneklu á leikskóla Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 25. september 2019 20:00 Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður. Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira
Dæmi eru um að allt að fimmtán börn á dag hafi þurft að vera heima vegna manneklu á einum og sama leikskólanum í Reykjavík í haust. Þótt nokkuð vel hafi gengið að manna stöður í skólum borgarinnar þarf að gera miklu betur segir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins. Í ár hefur mönnun gengið nokkuð vel á bæði grunn- og leikskólastigi í skólum Reykjavíkurborgar samkvæmt síðustu samantekt skóla- og frístundasviðs sem er frá 19. September. Þá átti eftir að ráða í um 38 stöðugildi á leikskólum, 22 í grunnskólum og um 42 á frístundaheimilum. Þá fjölgar stöðugildum um 44 á milli ára þar sem starfsmannaþörf jókst vegna fjölgunar leikskólarýma og nemenda. „Þegar þessar tölur voru teknar saman þá vantaði um 130 stöðugildi á skóla- og frístundasvið. Sem meðal annars hefur verið að valda því að það hefur þurft að senda börn heim af leikskóla og ekki getað tekið inn öll börn sem var búið að bjóða pláss,“ segir Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins sem situr í skóla- og frístundaráði.Valgerður Sigurðardóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins.Samkvæmt könnun sem gerð var meðal leikskóla dagana 16.-17. september hafði einn leikskóli í Reykjavík, leikskólinn Hof, þurft að skerða þjónustu með því að senda fimmtán börn heim daglega, þannig að vistun barns skertist um einn dag á hálfs mánaðar fresti vegna manneklu. „Sem betur fer er þessi leikskóli núna fullmannaður þannig að það er búið að ráða. En vissulega er það slæmt og þar tel ég fyrst og fremst að sé bara starfsmannaaðstaðan, minna álag og betri aðstaða fyrir starfsfólkið okkar, þannig að við förum að verða eftirsóttur kostur,“ segir Valgerður. Hún telji að bæta þurfi aðstöðu starfsfólksins og auka fjármagn í málaflokkinn. „Ég held að við eigum bara fullt af peningum. Við höfum verið að gera alls konar verkefni hérna sem er ekki skilda, ekki partur af grunnþjónustunni okkar. Og við eigum að einbeita okkur að grunnþjónustunni fyrst og fremst. Við þurfum ekki að draga úr neinum öðrum grunnþjónustuverkefnum, alls ekki. Við eigum að bæta í þar,“ segir Valgerður.
Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Innlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Innlent Réðst á konu í Róm og við Ögur Innlent Fleiri fréttir Bein útsending frá Úkraínu, alvarlegar ásakanir og uppáhalds dagur Íra Nafn mannsins sem lést í bílslysinu á Hrunavegi „Með hverju eldgosinu styttist í goslokahátíðina“ Villa í tækjabúnaði misgreindi jarðskjálfta Steig út úr strætó og fékk gangstéttarhellu í höfuðið Einn af hverjum fimm Íslendingum með heyrnarskerðingu Sýknudómur Alfreðs Erlings stendur Útskrifaður af gjörgæslu Leggur niður stjórn Tryggingastofnunar og sparar milljón á mánuði Sjálfstæðis- og Framsóknarmenn ákváðu formannslaun Heiðu Bjargar Fá ekki að rífa og endurbyggja Hvítabandið Réðst á konu í Róm og við Ögur „Þokkalegar líkur“ á að Grindavík og Svartsengi sleppi „Þá erum við komin út á hálan ís“ Beðið eftir gosi Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Hringvegurinn styttist um tólf kílómetra fyrir lok árs Hefur tröllatrú á að samningar náist svo „Ladderíið“ geti haldið áfram Opnuðu ónothæft meðferðarheimili rétt fyrir kosningar Galasýning á hestum og dansað við stóðhest Barnavernd veigri sér ekki við að taka á málum barna af erlendum uppruna Tveir handteknir vegna líkamsárása Hræðileg staða, tap vegna leikaraverkfalls og dansandi stóðhestur Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Veruleg fækkun skemmtiskipa á Vestfjörðum í sumar Sjá meira