Innlent

Elísabet og Hrafn fylgjast spennt með þrekvirki sonar síns í Kanada

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Máni Hrafnsson ásamt syni sínum, Ronald Bjarka, fyrir fáeinum árum.
Máni Hrafnsson ásamt syni sínum, Ronald Bjarka, fyrir fáeinum árum. Mynd/Aðsend
Máni Hrafnsson freistar þess nú að hlaupa í 20 klukkustundir samfleytt á tind kanadíska fjallsins Grouse mountain og niður aftur, og safna þannig áheitum í þágu barnaspítalans í Vancouver í Kanada. Hlaupið, Multi Grouse Grind Challenge, er árlegur viðburður og mikil þolraun en á fyrstu fjórum og hálfu tímunum hafði Máni náð fimm sinnum á toppinn og aftur til baka. Máni er sonur Elísabetar Ronaldsdóttur kvikmyndagerðarkonu og Hrafns Jökulsson rithöfundar en þau fylgjast grannt með þrekvirki sonar síns.

Grouse Mountain, eða Gæsarfjall, er 1200 metra hátt en Máni trónir nú á toppi áheitalistans í keppninni og nálgast þrjú þúsund kanadíska dollara, eða tæpar 300 þúsund íslenskar krónur. Máni, sem er 35 ára, hefur annan fótinn í Vancouver enda giftur konu úr borginni, Joey Chan.

Hrafn Jökulsson, faðir hlaupagarpsins, fylgist grannt með syni sínum, en hlaupinu lýkur klukkan 7 í fyrramálið að íslenskum tíma og hvetur alla, sem eru í aðstöðu til eftir efnum og ástæðum, til heita á Mána.



Elísabet Ronaldsdóttir, kvikmyndagerðarkona og móðir Mána, tekur í sama streng og fylgist ekki síður spennt með.

Hægt er að heita á Mána með því að smella hér, og renna öll framlög óskipt til barnaspítalans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×