Guðmundur: Mikið sjokk og skýr skilaboð um að hraða þurfi umræðu um nýja höll Anton Ingi Leifsson skrifar 21. júní 2019 18:32 Guðmundur B. er formaður HSÍ. vísir/vilhelm Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“ EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Það var þungt hljóðið í Guðmundi B. Ólafssyni, formanni HSÍ, er hann ræddi við Vísi um ákvörðun EHF um að meina Selfyssingum þátttöku í Meistaradeild Evrópu. Selfoss fékk ekki þátttökurétt í keppninni vegna þess að engin keppnishöll á Íslandi uppfyllti skilyrði Evrópusambandsins og svörin frá EHF voru á þá vegu að það ætti ekki að koma neinum Íslendingi á óvart. „Fyrir okkur er þetta náttúrlega bara mikið sjokk,“ voru fyrstu viðbrögð Guðmundar er Vísir heyrði í honum rétt fyrir kvöldmatarleyti. Hann segir að hvorki Ásvellir né Laugardalshöll uppfylli skilyrðin. „Selfyssingar áttuðu sig á því að þeirra hús væri ekki nægilega stórt svo þeir tilkynntu inn Ásvelli. Í svarbréfinu sem kemur svo frá EHF segir að Ásvellir uppfylli ekki skilyrðin.“ „Höllin þarf að taka 2500 áhorfendur en bæði Laugardalshöll og Ásvellir taka bæði 2300 mans. Þarna er Evrópusambandið greinilega að taka mjög skýra afstöðu og það þarf að uppfylla allt til þess að komast inn í keppnina.“ „Þeir benda jafnframt á að þetta eigi ekki að koma okkur á óvart því þeir eru margbúnir að benda á húsin okkar og erum við meðal annars á undanþágu með landsliðin okkar í Laugardalshöll.“Úr landsleik í Laugardalshöll. Óvíst er hversu lengi Ísland spilar í Laugardalshöll ef ástandið verður það sama.vísir/vilhelmÍslensku landsliðiðin hafa undanfarin ár verið á undanþágu frá Evrópusambandinu um að fá að leika heimaleiki sína í Laugardalshöll. Hún er of lítil og það er margt fleira í Höllinni sem uppfyllir ekki kröfur Evrópusambandsins. Færeyjum var meinað að spila heimaleiki sína í Færeyjum fyrr á þessu ári og það gæti styst í það að Ísland þurfi að leika heimaleiki sína utan landsteinannanna verði ekki úr þessu bætt með nýrri höll. „Þetta er keppni bestu félagsliða í heimi og þeir gera miklar kröfur. Þeir veita engan afslátt, eins og við erum með varðandi landsliðin. Það gæti styst í okkur þar því við sjáum hvað gerist með Færeyjar meðal annars.“ „Þeir fengu ekki að spila heimaleiki sína í Færeyjum og spila í Danmörku. Þetta eru skýr skilaboð að það þarf að hraða þessari umræðu að fá þjóðarhöll fyrir innanhúsíþróttir.“ Aðspurður hvort að það þyrfti ekki bara að prenta út allar fréttirnar varðandi þetta mál, fara með niður á Alþingi og berja í borðið svaraði Guðmundur: „Viðræður við stjórnvöld og Reykjavíkurborg hafa verið jákvæð. Þó hefur borgin viljað svör frá ríkisvaldinu hvort að þeir ætli að koma til móts við okkur en ríkisvaldið hefur ekki svarað því með beinum hætti heldur vísað í reglugerðir um þjóðarleikvanga og slíkt.“ „Það er ekki það sem við viljum. Við viljum svör hvort að ríkisvaldið sé tilbúið til að koma að þessu verkefni og þá með hvaða hætti. Þá er hægt að byrja að vinna úr þessu því Reykjavíkurborg er klár í að skoða þetta gaumgæfilega.“
EM 2020 í handbolta Íslenski handboltinn Tengdar fréttir Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57 Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59 Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44 Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16 Mest lesið Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Blóðug hlaupaferð hjá Guðlaugu Eddu Sport Heimsklassa afgreiðsla hjá Sveindísi um helgina Fótbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Fleiri fréttir Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ „Bara svona skítatilfinning“ Sjá meira
Selfyssingar reiðir: Fáranleg framkoma við íslenskan handbolta Handknattleikssamband Evrópu, EHF, tilkynnti í morgun hvaða lið myndu spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð og þar er ekkert pláss fyrir Íslandsmeistara Selfoss. Menn þar á bæ eru eðlilega ekki sáttir. 21. júní 2019 10:57
Grímur verður næsti þjálfari Selfoss Þjálfaraleit Íslandsmeistara Selfoss er lokið en samkvæmt áreiðanlegum heimildum Vísis þá mun Grímur Hergeirsson taka við liðinu af Patreki Jóhannessyni. 21. júní 2019 11:59
Engin keppnishöll uppfyllti skilyrði EHF Það var hiti yfir málinu í dag en nú hefur borist skýring. 21. júní 2019 17:44
Selfyssingar fengu ekki sæti í Meistaradeildinni Íslandsmeistarar Selfoss verða ekki á meðal þátttökuþjóða í Meistaradeild Evrópu í handbolta. 21. júní 2019 10:16