Einkaneysla minnkar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. júní 2019 16:30 Það sést meðal annars samdráttur í matvöruverslun í gögnum Meniga. vísir/hanna Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017. Neytendur Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira
Ef marka má gögn frá fjártæknifyrirtækinu Meniga héldu Íslendingar að sér höndum þegar kemur að einkaneyslu á fyrstu fjórum mánuðum ársins. Einkaneysla í þremur flokkum hjá Meniga dróst þannig saman frá janúar til apríl á þessu ári miðað við sama tímabil í fyrra. Flokkarnir þrír eru fatnaður og fylgihlutir, veitingastaðir og matvara. Flokkurinn fatnaður og fylgihlutir sýnir umfang kaupa notenda Meniga í fata- og skóbúðum, íþróttavöruverslunum, skartgripabúðum og snyrtivöruverslunum. Heildarvelta í þessum flokki jókst um 13,7 prósent á fyrstu fjórum mánuðum ársins 2018 samanborið við sama tímabil árið á undan. Heildarveltan dróst svo saman um 5,4 prósent á fyrsta ársfjórðungi 2019 samanborið við árið 2018, en mikilvægt er að minna á útsöluáhrif í janúar til febrúar. Þegar kemur að skyndibita, veitingastöðum, börum, kaffihúsum og bakaríum er síðan mikill munur á árunum 2018 og 2019 þar sem heildarvelta dróst saman um 11,9 prósent milli ára. Á matvörumarkaðnum er munurinn á milli 2018 og 2019 svo 8,2 prósent. Notendur Meniga eyða minna í hverri verslunarheimsókn í ár heldur en í fyrra og fara á sama tíma sjaldnar að versla. Tíðni viðskipta er almennt mjög mikil á matvörumarkaði og því hefur hvert prósent mikið vægi á þeim markaði. „Þetta er ekkert rosalegur munur en hvert prósent telur svo mikið á þessum markaði,“ segir Hlynur Hauksson, viðskiptastjóri hjá Meniga, í samtali við Vísi. „Við erum að skoða þarna fyrstu fjóra mánuði ársins. Þarna eru harðar kjarabaráttur, WOW air verður gjaldþrota í mars. Þetta var svona tími þar sem það var smá óöryggi og þess vegna langaði okkur að skoða hvort þetta væri að hafa áhrif eða ekki,“ segir Hlynur. Þá nefnir hann veitingageirann þar sem heildarvelta dregst töluvert saman eftir að hafa farið upp á milli áranna 2017 og 2018 og færslufjöldi dregst líka saman á milli 2018 og 2019 og voru færslurnar í ár færri en árið 2017.
Neytendur Mest lesið Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Viðskipti innlent Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Olíufélögin hafi hætt við að elta Costco Neytendur Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Mælir ekki með „TikTok-sparnaðarleiðunum“ Neytendur Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Sjá meira