Gæti séð fyrir endann á þurrkatíð á Vesturlandi Vésteinn Örn Pétursson skrifar 21. júní 2019 14:34 Mikið hefur verið rætt um hættu á gróðureldum í Skorradal, en þar eru um 600 sumarbústaðir. Vísir/Bjarni Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því. Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Teljandi líkur eru á að samfelldu þurrkaskeiði, sem hefur verið viðvarandi á Vesturlandi, ljúki næstkomandi þriðjudag, ef eitthvað mark er takandi á veðurspám yfirhöfuð. Þetta segir Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur. Í samtali við Vísi segir Einar vera útlit fyrir rigningu á Vestur- og Norðvesturlandi á þriðjudaginn. Ekki sé um smá skúri að ræða, heldur verulega úrkomu sem mögulega gæti skipt máli. Ljóst er að úrkoma yrði mörgum á Vesturlandi kærkomin, en þurrkurinn hefur verið mörgum til ama, sérstaklega þegar kemur að ástandi gróðurs og áhyggjum íbúa og annarra á svæðinu af mögulegri eldhættu sem fylgt hefur úrkomuleysinu. Einar segir að úrkoman, ef einhver verður, muni koma með suðvestanáttinni og gæti hún bundið enda á langt þurrkatímabil vestan lands, til að mynda á Stykkishólmi. Þar hefur ekki rignt síðan 20. maí.Áfram nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu Einar segir að í það heila tekið sé útlit fyrir að áfram verði nokkuð þurrt á höfuðborgarsvæðinu, þrátt fyrir að þriðjudagsrigningarinnar kunni að gæta þar eins og á Vesturlandi. Annars sé lítið útlit fyrir mikla úrkomu. Helsta langtímabreytingin sem Einar segir vera í kortunum fyrir höfuðborgarsvæðið sé að meira verði um ský og minna um sterkt sólskin. „Þetta er ekki eins og við eigum að venjast þegar það koma hérna lægðir með skilum suðvestan úr hafi. Þetta gerist allt undir háþrýstingi og þar af leiðandi segir reynslan manni það að þetta er allt ódrýgra og minna en maður getur annars reiknað með,“ segir Einar. Loftið sé stöðugra og minni raki í því en almennt gengur og gerist hér á landi. „Eins og spáin er frá evrópsku reiknimiðstöðinni þá verður þetta dálítil demba [á þriðjudag]. Bandaríska spáin, sem er sams konar líkan, gerir hins vegar ekki ráð fyrir þessu á þriðjudaginn. Þeir voru með þetta [úrkomu] í sínum spám en nú er eins og úrkomubeltið verði aðeins norðar og hitti ekki almennilega á landið,“ segir Einar sem bendir þó á að enn sé nokkuð langt í þriðjudaginn og nákvæmni veðurspánna eftir því.
Stykkishólmur Veður Tengdar fréttir Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40 Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54 Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Innlent Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fleiri fréttir Veðmálasíður „heillandi heimur“ fyrir börnin Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Sjá meira
Almannavarnir lýsa yfir óvissustigi vegna hættu á gróðureldum Bjarni Kristinn Þorsteinsson, slökkviliðsstjóri Borgarbyggðar, segir mikilvægt að fólk gæti ítrustu varúðar og fari varlega við meðferð eldfæra. 11. júní 2019 17:40
Útiloka ekki rigningu á skraufþurrum svæðum Fárra breytingar er að vænta í veðrinu að sögn veðurfræðings, sem segir að veður dagsins muni svipa til þess sem heilsaði upp á landsmenn í gær. 20. júní 2019 07:54