Þingmaður í kröppum dansi eftir að hafa gripið í hnakkadramb mótmælanda Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. júní 2019 07:06 Mike Field þrýsti mótmælandanum upp að súlu áður en hann greip um háls konunnar og fylgdi henni út. Skjáskot Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“ Bretland Loftslagsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira
Umhverfisverndarsamtökin Greenpeace hafa sakað undirráðherra í breska utanríkisráðuneytinu um líkamsárás eftir afskipti hans af mótmælanda á kvöldverðarsamkomu í Lundúnum í gærkvöldi. Í myndbandi sem náðist af uppákomunni má sjá ráðherrann, Mark Field, þrýsta mótmælandanum upp að súlu áður en hann fylgir honum út, með aðra höndina á hálsi mótmælandans. Ráðherrann hefur sjálfur farið þess á leit við forsætisráðuneytið að gerð verði rannsókn á viðbrögðum hans, sem hann segir skýrast af eðlisávísun, svo leiða megi til lykta hvort hann hafi brotið af sér. Hann hafi beðið mótmælandann, sem var rauðklædd kona, afsökunar á hegðun sinni en segist hafa óttast að hún kynni að vera vopnuð. Uppákoman átti sér stað eftir að loftslagsaðgerðarsinnar höfðu truflað árlega ræðu breska fjármálaráðherrans um stöðu efnahagsmála í Bretlandi. Að sögn Greenpeace skiptu aðgerðarsinnarnir tugum og eiga þeir að hafa neitað að yfirgefa samkvæmið nema viðstaddir, sem flestir eru áhrifafólk í Bretlandi, léðu kröfum þeirra eyra. Field, sem er þingmaður Íhaldsflokksins, hefur jafnt verið gagnrýndur fyrir framgöngu sína sem og hrósað fyrir skjót viðbrögð, allt eftir flokkslínum. Þannig segjast Íhaldsmenn sýna framgöngu Field skilning á meðan þingmenn Verkamannaflokksins segja hann hafa gengið harkalega fram og krefjast afsagnar hans. Að sama skapi segjast Greenpeace vera furðu lostin á þessum viðbrögðum Field við friðsamlegum mótmælum.Óttasleginn í ríkjandi andrúmslofti Í yfirlýsingu sem þingmaðurinn sendi ITV News, þaðan sem myndbandið hér að neðan er fengið, segir Field að fundargestir hafi verið óttaslegnir þegar mótmælendurnir gengu inn í salinn. Engir öryggisverðir hafi verið sjáanlegir og að í augnablik hafi hann óttast að mótmælandinn væri vopnaður. „Af þeim sökum greip ég í boðflennuna og fylgdi henni úr herberginu eins fljótt og mögulegt var,“ skrifar Field sem segist harma hvernig fór. Hann hafi þó ekki viljað taka neina áhættu í því pólitíska andrúmslofti sem nú ríkir. Eftir að búið var að fylgja öllum mótmælendum úr salnum sagði fjármálaráðherra, Philip Hammond, áður en hann hélt ræðu sinni áfram: „Kaldhæðnin í þessu er að ríkisstjórnin er í fararbroddi í þessum málum enda hefur hún heitið því að hagkerfið verið kolefnishlutlaust árið 2050.“
Bretland Loftslagsmál Mest lesið Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira