Þórarinn í IKEA segir sjálfsafgreiðslu í verslunum útrýma störfum sem þykja ekki spennandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. janúar 2019 17:49 Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi. Vísir Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag. IKEA Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira
Sjálfsafgreiðsla í verslunum mun aukast á næstu árum og sá tími mun renna upp að peningar hverfa úr umferð og fólk þarf ekki lengur að fara á kassa til að greiða fyrir vörurnar. Þetta sagði Þórarinn Ævarsson, framkvæmdastjóri IKEA á Íslandi, í Reykjavík síðdegis þar sem hann var spurður út í þróun á sjálfsafgreiðslu í verslunum og hvort sú þjónusta væri betri en mannaðir kassar. Þórarinn sagði þessa þróun hafa átt sér stað á mun lengri tíma en fólk áttaði sig ár. Þórarinn rifjaði upp þegar hann var ungur maður og stóð í marga klukkutíma í biðröð eftir því að kaupa sér ferð til útlanda hjá Samvinnuferðum Landsýn. Í dag geri hann þetta vandræðalaust á örskotsstund á netinu þar sem hann sér um leið allskonar möguleika. Sama eigi við um heimabanka en áður fyrr þurfti að standa í biðröð í bönkum eftir einfaldri þjónustu sem er framkvæmd í tölvunni í dag. Sama eigi við um starfsfólk á bensíndælum en Þórarinn sagðist sjálfur hafa starfað sem bensíntittur á sínum yngri árum.Spurður hvort þetta þýddi ekki að störfum myndi fækka í verslunum svaraði Þórarinn að starfsfólkið færðist einungis til og myndi væntanlega taka að sér ráðgjöf og aðra þjónustu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni væri verið að fækka störfum sem flest séu ekki spennandi. „Það er ekki draumastarf að vera áratugi á kassa þó það séu margir sem byrji þar,“ sagði Þórarinn. Hann sagði það mun betri þjónustu að geta rokið beint á sjálfsafgreiðslukassa með eina tannkremstúpu í stað þess að þurfa bíða óralengi í röð eftir fólki sem væri með troðfullar körfur af vörum. Þórarinn bætti þó við að mannaðir kassar yrðu vafalaust til staðar í einhver ár til viðbótar en hjá Amazon eru þó komnar verslanir sem eru mannlausar. Þar eru RFID-flögur settar á vörurnar sem skannar nema og segja til um hvað viðkomandi hefur verslað og er það síðan dregið af viðskiptavininum.Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni.VísirSpurður út í hvernig reynslan væri af sjálfsafgreiðslu þegar kemur að því að viðskiptavinir séu samviskusamir og skanni allar vörur sem þeir eru með svaraði Þórarinn að tölfræðin sýni að rýrnun á vörum sé álíka mikil á mönnuðum kössum og sjálfsafgreiðslukössum. Þeir sem ætli sér að stela geri það hvort sem kassar eru mannaðir eða ekki. „Íslendingar eru upp til hópa heiðarlegt fólk og ég er ekki með vantraust gagnvart þeim,“ sagði Þórarinn. Þórarinn sagði fólk verðmeti tíma sinn hátt og því kunni það ekki við að bíða lengi í röðum eftir afgreiðslu í verslunum. Með sjálfsafgreiðslunni er ætlunin að stytta þann tíma. „Menn sakna ekki stórra ferðaskrifstofa þar sem menn biðu í röðum eftir að kaupa sér ferð til London,“ sagði Þórarinn. Hann sagði að þeir sem ekki notuðu greiðslukort heldur vilja eða þurfa að greiða allt með reiðufé þurfi að fara á mannaða kassa og þannig verði það áfram. Með tíð og tíma muni þó peningar hverfa úr umferð. Hann var einnig spurður út í fjölbýlishúsið sem IKEA er að byggja í Urriðaholti fyrir starfsfólk sitt. Þórarinn sagði að reiknað sé með að flutt verði inn í mars en um er að ræða 34 íbúðir sem eru á bilinu 25 til 65 metrar að stærð en 450 starfa hjá IKEA á Íslandi í dag.
IKEA Neytendur Mest lesið Verðfall á Wall Street Viðskipti erlent Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Viðskipti erlent Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Viðskipti erlent Guðmundur í Brimi nýr formaður Viðskipti innlent Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Viðskipti innlent Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Neytendur Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Viðskipti innlent Kristjana til ÍSÍ Viðskipti innlent Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Viðskipti innlent Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ ÍL-sjóður sýknaður í níu dómsmálum Öll félög lækkuðu nema þrjú Ísland megi ekki verða á milli í stríði ESB og Bandaríkjanna Ætla að skera utan af evrópsku persónuverndarlöggjöfinni Framlengja samstarf sem hefur komið tugum sprota á laggirnar Sveinn ráðinn verkefnastjóri erlends samstarfs Arnarlaxi bannað að fullyrða um sjálfbæran lax Tekur yfir rekstur Dollar og Thrifty 36 manns sagt upp í tveimur hópuppsögnum Tollar alltaf slæmir og skaða lífskjör almennings Neita að skila umsögn um frumvarpið fyrir tilskilinn frest Varaformaður kjörinn formaður Félags tæknifólks „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Bæði vonbrigði og léttir Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Sjá meira