Bayern kaupir manninn sem skoraði flottasta markið á HM 2018 í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2019 17:30 Benjamin Pavard kyssir HM-bikarinn. Getty/Mehdi Taamallah Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019 Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira
Bayern München er búið að ná samkomulagi við Stuttgart um að franski bakvörðurinn Benjamin Pavard komi til Bæjara í sumar. Bayern mun borga 35 milljónir evra fyrir franska heimsmeistarann og Benjamin Pavard mun skrifa undir fimm ára samning við þýska félagið. Verðmiðinn er því um 4,8 milljarðar íslenskra króna.Neben @CorentinTolisso wird Sommer-Neuzugang Benjamin #Pavard der zweite amtierende Weltmeister im Kader des #FCBayern sein.https://t.co/wiB5kL9V3hpic.twitter.com/r5PbwLkil0 — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019 Benjamin Pavard er ennþá bara 22 ára gamall en var í stóru hlutverki hjá franska landsliðinu í úrslitakeppni HM í Rússlandi í fyrrasumar. Benjamin Pavard skoraði meðal annars að margra mati mark mótsins í sextán liða úrslitunum á móti Argentínu þegar hann tók boltann viðstöðulaust á lofti fyrir utan teig eins og sjá má hér fyrir neðan.Pavard is on his way to Bayern Munich. Let's watch the highlight of his summer pic.twitter.com/ngZH0il9vx — 888sport (@888sport) January 9, 2019Bayern liðið er nú við æfingar í Doha en þýska deildin kemur úr vetrarfríi 18. janúar næstkomandi. Bayern er í 2. sæti, sex stigum á eftir Borussia Dortmund og mætir síðan Liverpool í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Benjamin Pavard mun þó ekki hjálpa þeim í næstu leikjum því hann klárar tímabilið með Stuttgart þar sem hann hefur spilað frá árinu 2016. Pavard hefur leikið átján A-landsleiki fyrir Frakka þar af sex þeirra í úrslitakeppni HM síðasta sumar. Hann varð heimsmeistari í tólfta landsleiknum sínum en þann fyrsta spilaði hann 10. nóvember rúmu hálfu ári áður. Benjamin Pavard hefur aðeins skorað 1 mark í 48 leikjum með Stuttgart í þýsku deildinni og á enn eftir að skora á þessu tímabili. Eina markið hans í keppnisleik á árinu 2018 var einmitt markið á móti Argentínu, flottasta markið á HM í Rússlandi."Er ist ein junger Spieler, der Weltmeister ist. Wir sind sehr froh und stolz, dass wir einen solchen Spieler für den #FCBayern gewinnen konnten!" pic.twitter.com/XFkTCHSjKg — FC Bayern München (@FCBayern) January 9, 2019Benjamin Pavard will become the 8th French player to play for FC Bayern [Opta] pic.twitter.com/0Vmh5IbVJL — Bayern & Germany (@iMiaSanMia) January 9, 2019
Meistaradeild Evrópu Þýski boltinn Mest lesið Haukar dæmdir úr bikarnum og ÍBV fer áfram Handbolti „Önnur eins vitleysa hefur komið frá þessu félagi“ Handbolti Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Enski boltinn Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Fleiri fréttir Guardiola allur útklóraður eftir leik Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Jóhann semur og heldur Jóhanni í teyminu Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn „Við erum brothættir“ „Höfum sýnt að þetta er getustigið sem við getum spilað á“ Lewandowski sá þriðji til að skora hundrað Meistaradeildarmörk Atlético skoraði sex Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Skytturnar léku á als oddi Eiður Aron áfram á Ísafirði Hareide þarf að leggjast undir hnífinn Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Andri Rúnar í Stjörnuna Hvorki Arnar né Freyr heyrt frá KSÍ Kæra framleiðendur Lionel Messi drykkjarins fyrir stuld Arnar betur í stakk búinn en Eyjólfur og Arnar Þór Aðeins Heimir og Lagerbäck með betri árangur á öldinni „Fann brosið mitt á ný“ Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Hareide segir að þjálfaraferlinum sé lokið Carragher segir Salah vera eigingjarnan Segir fótboltamönnum að halda sig frá McGregor Arnar og Freyr taldir líklegastir til að taka við af Hareide Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Elías Rafn hélt hreinu þegar meistararnir jöfnuðu toppliðið að stigum Sjá meira