NFL-dómarinn Sarah Thomas mun brjóta blað í sögu NFL-deildarinnar á sunnudag er hún verður í dómarateymi í úrslitakeppninni.
Thomas verður fyrsta konan til þess að dæma í úrslitakeppninni. Hún verður hluti af dómarateymi Ron Torbert sem dæmir leik New England Patriots og LA Chargers.
Hún á tvö tímabil að baki í deildinni og var á meðal varadómara í úrslitakeppninni í fyrra.
Thomas hefur þótt standa sig vel þó svo hún hafi verið undir meiri pressu en margir félaga hennar. Hún er nú verðlaunuð fyrir sína frammistöðu með leiknum um næstu helgi.

