Starfsmenn Bílanausts sendir heim Stefán Ó. Jónsson skrifar 9. janúar 2019 11:00 Viðskiptavinir Bílanausts sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins í morgun þurftu frá að hverfa. Vísir/Vilhelm Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun. Gjaldþrot Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira
Verslanir Bílanausts hafa verið lokaðar í morgun. Viðskiptavinir sem lögðu leið sína í verslanir fyrirtækisins gengu fram á miða sem tilkynnti þeim að verslunin væri „lokuð vegna breytinga.“ Ástæðan er gjaldþrot fyrirtækisins að sögn verslunarstjóra. Stjórnarformaður fyrirtækisins segir það þó full djúpt í árinni tekið. Starfsmenn fyrirtækisins, sem meðal annars rekur útibú á Dvergshöfða í Reykjavík, á Egilsstöðum og á Akureyri, voru boðaðir á starfsmannafund í morgun vegna málsins. Rekstrarvandræði Bílanausts á undanförnum árum hafa verið öllum kunn. Undanfarin fimm ár hafa tekjur félagsins dregist saman um 35 prósent og tap ársins ársins 2017 nam 118 milljónum króna samanborið við 85 milljónir árið á undan. Uppsafnað tap áranna 2012-2017 nam rúmlega 300 milljónum króna.Miðar sem þessir hafa verið settir upp í verslunum Bílanausts.Vísir/VilhelmFréttablaðið greindi frá því síðastliðið haust að stjórnendur Bílanausts ættu í viðræðum við viðskiptabanka Bílanausts þar sem félagið uppfyllti ekki ákvæði lánasamninga. Var staðan metin þannig að ef ekki tækist að semja um endurfjármögnun lánsins eða gjaldfellingu þess væri óvissa um áframhaldandi rekstrarhæfi félagsins. Þar að auki hefði hreint veltufé frá rekstri verið neikvætt um hundruð milljóna á undanförnum árum, sem ekki væri til þess fallið að auka rekstrarhæfi Bílanausts. Sambærilegar athugasemdir höfðu einnig verið gerðar við fyrri ársreikninga. Félagið Efstastund heldur utan um eignarhaldið í Bílanaust. Stærsti hluthafinn er hið erlenda Coldrock Investments limited sem á 43,55 prósent hlut í Efstasundi. Þau Guðný Edda Gísladóttir, Gunnar Þór Gíslason, Eggert Árni Gíslason og framkvæmdastjórinn Halldór Páll Gíslason eiga hvert um sig 9,11 prósent í Efstasundi, en félagið keypti Bílanaust árið 2013. Matthías Helgason stofnaði Bílanaust árið 1962 en fyrirtækið rekur í dag sex verslanir. Þeirra stærst er verslun við Dverghöfða 2 í Reykjavík. Hún var lokuð þegar blaðamann Vísis bar þar að garði í morgun. Auk hennar rekur Bílanaust verslanir í Hafnarfirði, Njarðvík, á Selfossi, Akureyri og Egilsstöðum. Blaðamaður náði tali af starfsmanni einna þessara verslana sem sagðist vera nýkominn heim til sín aftur eftir að hafa verið boðaður á starfsmannafund í morgun. Hann vildi þó ekki ræða málið nánar og vísaði á yfirmann, sem Vísir hefur ekki náð á í morgun þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir. Uppfært klukkan 11:30.Verslunarstjóri Bílanausts að Dvergshöfða staðfestir í samtali við mbl að fyrirtækið sé gjaldþrota. Þetta hafi verið meðal þess sem koma fram á fyrrnefndum starfsmannafundi í morgun.
Gjaldþrot Mest lesið 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Viðskipti innlent Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Neytendur Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Viðskipti innlent „Þetta verður bara heiðarlegur bisness, ég nenni engu kjaftæði“ Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Neytendur Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Viðskipti erlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fleiri fréttir 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Baðlón og nýr veitingastaður Gísla Matt í Laugarási Sérfræðingur í gervigreind til KPMG Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Sjá meira