Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. desember 2019 20:00 Lewis Hamilton fagnar sigri. Getty/ Dan Istitene Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili Formúla Sportpakkinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira
Lewis Hamilton vann yfirburðasigur í formúlu eitt á þessu tímabili en hann var löngu búinn að tryggja sér sigurinn áður en kom að síðustu keppninni í Sameinuðu arabísku furstadæmunum í gær. Arnar Björnsson skoðaði endapunktinn á ótrúlegu tímabili breska heimsmeistarans. Keppni í formúlunni lauk í gær og það fór vel á því að sá allra besti, Lewis Hamilton, tryggði sér öruggan sigur í síðasta kappakstrinum. Sigurinn í gær var númer 84 á ferlinum, hann vann yfirburðasigur á helsta keppinaut sínum, liðsfélaganum hjá Mercedes Valtteri Bottas. Hamilton fékk 413 stig, 87 stigum meira en Finninn. Sigurinn í gær var hans ellefti á keppnistíðinni og heimsmeistaratitilinn sá sjötti. „Ótrúlegt keppnistíð, ég bjóst aldrei við þessu. Við áttum í basli framan af en náðum að bæta okkur. Órúlegt ár, frábær liðsheild og held að ég hafi hækkað rána aðeins. Ég varð að gera það því ungu ökumennirnir og Bottas voru allir að bæta sig og ég varð því að gera það líka“, sagði Hamilton eftir sigurinn. Charles Leclerc varð í þriðja sæti í Abu Dabi kappakstrinum í gær og hann endaði í fjórða sæti í stigakeppninni, fékk 264 stig og skákaði félaga sínum í Ferrariliðinu, Sebastian Vettel sem endaði fimmti með 240 stig. „Ég er ánægður með að komast á verðlaunapall en bilið á milli okkar hjá Ferrari og Mercedes er of mikið og ég get ekki verið ánægður með það. En þegar ég lít til baka, sjö sinnum fremstur á ráslínu, tíu sinnum á palli og tveir sigrar er ég sáttur. Ég bjóst ekki við þessu á mínu fyrsta ári hjá Ferrari. Það hafa skipst á skin og skúrir og mín stærsta áskorun er að læra af mistökunum og koma sterkari til leiks á næstu keppnistíð“, sagði hinn 22 ára Charles Leclerc sem sigraði í Austurríki og í Singapúr. Það má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um lokakeppni tímabilsins hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Hamilton bjóst aldrei við svona tímabili
Formúla Sportpakkinn Mest lesið Einn besti dómari landsins fær ekki leik Körfubolti Sakaði syni sína um „fullkomið mannorðsmorð“ á leynilegri upptöku Sport Uppgjörið: Valur - Grindavík 94-89| Valsarar sluppu fyrir horn Körfubolti Uppgjör: Tindastóll - Keflavík 94-87 | Stólarnir sterkari í lokin Körfubolti Jota hetjan þegar Liverpool náði aftur tólf stiga forystu Sport Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 Íslenski boltinn Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla Íslenski boltinn Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Íslenski boltinn „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Íslenski boltinn Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Verstappen óánægður með Red Bull fyrir að reka liðsfélagann Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Ballið búið hjá Hamilton og Vergara Red Bull búið að gefast upp á Lawson Hamilton dæmdur úr leik í Kína Piastri vann Kínakappaksturinn Hamilton vann sprettkeppnina en Piastri á ráspól Fyrsti ráspóll Hamiltons í rauðu Eddie Jordan látinn Formúlan gæti farið til Bangkok Lando Norris aðeins 0,8 sekúndum á undan heimsmeistaranum í markið „Þetta tímabil verður ekki fyrir hjartveika“ McLaren með tvo fremstu menn á ráspól í fyrstu keppni ársins „Kominn tími á konu í Formúlu 1“ F1 2025: Guð gefðu okkur besta tímabil sögunnar Cadillac verður með lið í formúlu 1 Lofaði Hamilton að ræða ekki við Verstappen Sjá meira