„Ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur“ Margrét Helga Erlingsdóttir og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 2. desember 2019 12:30 Ólga er innan Grunnskóla Seltjarnarness vegna yfirlýsinga stjórnmálamanna um námsmat við skólann. vísir/vilhelm Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness.Eins og greint var frá í morgun fellur skólahald í 7. til 10. bekk niður á Nesinu í dag þar sem kennurum og stjórnendum finnst pólitískir fulltrúar í bænum hafa vegið freklega að sér. Harma þau þann dóm sem þau segja bæjarfulltrúa hafa fellt með bókunum á síðasta bæjarstjórnarfundi. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Nestlistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Nesinu.Foreldrar útskriftarnemenda við grunnskólann kvörtuðu til skólans, bæjaryfirvalda og menntamálaráðuneytisins vegna óánægju með námsmat í grunnskólanum í vor. Í kjölfarið var fenginn utanaðkomandi skólastjóri enginn til að vinna greinagerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmsu væri ábótavant.Margir kvartað yfir að erfitt sé að skilja nýja námsmatskvarða Segir Guðmundur að kennarar skólans hafi verið að vinna í þeim ábendingum sem komu fram í greinargerðinni og vinna í því að þróa námsmatið. Ólína E. Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness.„Þetta námsmat er búið að vera í sífelldri þróun síðan það kom út árið 2013 og mörgum finnst það óskýrt. Kennarar, nemendur og foreldrar hafa kvartað yfir því að eiga erfitt með að skilja stundum hvernig þessir nýju námsmatskvarðar eru reiknaðir út,“ segir Guðmundur og bendir á að víða um land hafi verið kvartað yfir kvörðunum. „En vissir fulltrúar stökkva á þann vagn að gefa skólanum í heild sinni og kennurum falleinkunn og láta orð falla eins og að kennurum skólans sé einfaldlega ekki annt um nám og þroska barnanna sem á alls ekki við rök að styðjast.“ Guðmundur segir að með þessari umræðu sé verið að grafa undan trausti á skólanum. Það séu vissulega ábendingar um hvað betur megi fara í fyrrnefndri greinargerð en hún sé ekki falleinkunn fyrir skólann. „Það er ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur og umræðan er komin svolítið þangað. Við söknum þess líka að bærinn stigi líka fram og lýsi yfir trausti við skólann því þetta hefur líka skapað mikla óvissu fyrir foreldra og nemendur. Það er búið að aflýsa skólastarfi í dag og mikil óvissa og skiptir máli að stíga fram og standa með skólanum.“Ekkert gamanmál að aflýsa skólastarfi Aðspurður hvort aðgerðir kennara og stjórnenda í dag, að aflýsa skólastarfi, bitni ekki bara á þeim sem síst skyldi, það er nemendum segir Guðmundur: „Jú, þetta mál hefur bitnað á nemendum skólans og þess vegna einmitt mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli kennara, stjórnenda, að það ríki traust á þeim því það að þau treysti sér ekki til að taka við nemendum lýsir kannski þeim tilfinningum sem eru að eiga sér stað uppi í skóla og hvernig þetta blasir við kennurum. Skólastarfi er ekki aflýst sem gamanmáli þannig að þetta er alvörumál og bitnar á nemendum núna.“ Þá vill Guðmundur ekki setjast í dómarasæti hvort þetta sé réttlætanleg aðgerð af hálfu kennara og stjórnenda. „Þetta byggir á upplifun kennarana, að þau treysti sér hreinlega ekki til að halda úti hefðbundnu skólastarfi í dag,“ segir Guðmundur og bætir við að hann standið við bakið á kennurunum. Þá vonar hann að það skapist sátt og að traust verði aftur byggt upp svo halda megi upp öflugu skólastarfi á Nesinu. Karl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi.VísirFulltrúi Neslista/Viðreisnar ber fullt traust til skólans Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Neslista/Viðreisnar, í bæjarstjórn sagði við Vísi fyrr í dag að hann beri fullt traust til Grunnskóla Seltjarnarnes. Neslistinn standi engu að síður við þá yfirlýsingu sína að grunnskólinn fái falleinkunn við innleiðingu námsmatsins. Fólk sé hins vegar ekki dæmt af mistökum heldur hvernig það lærir af mistökum. Hann beri fullt traust til grunnskólans og þrjú börn hans sem gangi í skólann sé mark um traust. Hann lýsir viðbrögðum skólans í dag, að fella niður kennslu, sem ofsafengnum. Skólinn hafi ekki bara fengið gagnrýni frá Neslistanum/Viðreisn heldur einnig foreldrafélaginu og meirihlutanum. Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Seltjarnarnesi, segir mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli bæjaryfirvalda og kennara og stjórnenda við Grunnskóla Seltjarnarness.Eins og greint var frá í morgun fellur skólahald í 7. til 10. bekk niður á Nesinu í dag þar sem kennurum og stjórnendum finnst pólitískir fulltrúar í bænum hafa vegið freklega að sér. Harma þau þann dóm sem þau segja bæjarfulltrúa hafa fellt með bókunum á síðasta bæjarstjórnarfundi. Annars vegar bað meirihlutinn nýútskrifaða 10. bekkinga og foreldra þeirra afsökunar og hins vegar sagði í bókun Nestlistans/Viðreisnar að skólinn fengi falleinkunn fyrir innleiðingu á námsmati.Guðmundur Ari Sigurjónsson, bæjarfulltrúi Samfylkingarinnar á Nesinu.Foreldrar útskriftarnemenda við grunnskólann kvörtuðu til skólans, bæjaryfirvalda og menntamálaráðuneytisins vegna óánægju með námsmat í grunnskólanum í vor. Í kjölfarið var fenginn utanaðkomandi skólastjóri enginn til að vinna greinagerð um námsmatið. Kom þar fram að betur mætti upplýsa foreldra og nemendur um námsmat. Eins var vakin athygli á að tryggja þurfi stöðugleika, svo að kennarar í sömu námsgreinum noti sömu viðmið. Ljóst var, að mati fræðslustjóra, að ýmsu væri ábótavant.Margir kvartað yfir að erfitt sé að skilja nýja námsmatskvarða Segir Guðmundur að kennarar skólans hafi verið að vinna í þeim ábendingum sem komu fram í greinargerðinni og vinna í því að þróa námsmatið. Ólína E. Thoroddsen, skólastjóri Grunnskóla Seltjarnarness.„Þetta námsmat er búið að vera í sífelldri þróun síðan það kom út árið 2013 og mörgum finnst það óskýrt. Kennarar, nemendur og foreldrar hafa kvartað yfir því að eiga erfitt með að skilja stundum hvernig þessir nýju námsmatskvarðar eru reiknaðir út,“ segir Guðmundur og bendir á að víða um land hafi verið kvartað yfir kvörðunum. „En vissir fulltrúar stökkva á þann vagn að gefa skólanum í heild sinni og kennurum falleinkunn og láta orð falla eins og að kennurum skólans sé einfaldlega ekki annt um nám og þroska barnanna sem á alls ekki við rök að styðjast.“ Guðmundur segir að með þessari umræðu sé verið að grafa undan trausti á skólanum. Það séu vissulega ábendingar um hvað betur megi fara í fyrrnefndri greinargerð en hún sé ekki falleinkunn fyrir skólann. „Það er ekki svo að kennarar í Grunnskóla Seltjarnarness séu ekki hæfir til að kenna eða meta nemendur og umræðan er komin svolítið þangað. Við söknum þess líka að bærinn stigi líka fram og lýsi yfir trausti við skólann því þetta hefur líka skapað mikla óvissu fyrir foreldra og nemendur. Það er búið að aflýsa skólastarfi í dag og mikil óvissa og skiptir máli að stíga fram og standa með skólanum.“Ekkert gamanmál að aflýsa skólastarfi Aðspurður hvort aðgerðir kennara og stjórnenda í dag, að aflýsa skólastarfi, bitni ekki bara á þeim sem síst skyldi, það er nemendum segir Guðmundur: „Jú, þetta mál hefur bitnað á nemendum skólans og þess vegna einmitt mikilvægt að skapa aftur ró og traust á milli kennara, stjórnenda, að það ríki traust á þeim því það að þau treysti sér ekki til að taka við nemendum lýsir kannski þeim tilfinningum sem eru að eiga sér stað uppi í skóla og hvernig þetta blasir við kennurum. Skólastarfi er ekki aflýst sem gamanmáli þannig að þetta er alvörumál og bitnar á nemendum núna.“ Þá vill Guðmundur ekki setjast í dómarasæti hvort þetta sé réttlætanleg aðgerð af hálfu kennara og stjórnenda. „Þetta byggir á upplifun kennarana, að þau treysti sér hreinlega ekki til að halda úti hefðbundnu skólastarfi í dag,“ segir Guðmundur og bætir við að hann standið við bakið á kennurunum. Þá vonar hann að það skapist sátt og að traust verði aftur byggt upp svo halda megi upp öflugu skólastarfi á Nesinu. Karl Pétur, bæjarfulltrúi Viðreisnar á Seltjarnarnesi.VísirFulltrúi Neslista/Viðreisnar ber fullt traust til skólans Karl Pétur Jónsson, fulltrúi Neslista/Viðreisnar, í bæjarstjórn sagði við Vísi fyrr í dag að hann beri fullt traust til Grunnskóla Seltjarnarnes. Neslistinn standi engu að síður við þá yfirlýsingu sína að grunnskólinn fái falleinkunn við innleiðingu námsmatsins. Fólk sé hins vegar ekki dæmt af mistökum heldur hvernig það lærir af mistökum. Hann beri fullt traust til grunnskólans og þrjú börn hans sem gangi í skólann sé mark um traust. Hann lýsir viðbrögðum skólans í dag, að fella niður kennslu, sem ofsafengnum. Skólinn hafi ekki bara fengið gagnrýni frá Neslistanum/Viðreisn heldur einnig foreldrafélaginu og meirihlutanum.
Seltjarnarnes Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24 Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Loksins ekkert Vatnsendamál fyrir dómstólum Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Sjá meira
Bærinn biður tíundubekkinga og foreldra afsökunar Bæjarstjórn Seltjarnarness hefur beðið nýútskrifaða tíundu bekkinga og foreldra þeirra afsökunar. Ástæðan er óánægja með námsmat í Grunnskóla Seltjarnarness í vor. 30. nóvember 2019 19:24
Kennarar hættu skyndilega við kennslu því þeim finnst að sér vegið Foreldrum barna í 7. til 10. bekk í Grunnskóla Seltjarnarness barst tölvupóstur á tíunda tímanum í morgun þar sem tilkynnt var að skólastarf myndi falla niður í dag. 2. desember 2019 10:43