Fótbolti

Úrslitum kjörsins lekið: Messi vinnur Gullhnöttinn og fjórir Liverpool-menn á topp sex

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Lionel Messi þekkir þá tilfinningu vel að fá Gullhnöttinn í hendurnar. Þessi verður númer sex en hér er hann með Gullhnöttinn fyrir árið 2016.
Lionel Messi þekkir þá tilfinningu vel að fá Gullhnöttinn í hendurnar. Þessi verður númer sex en hér er hann með Gullhnöttinn fyrir árið 2016. Getty/Alexander Hassenstein
Lionel Messi fær Gullhnöttinn í sjötta sinn á ferlinum í kvöld en verðlaunaafhending France Football fer fram í París í kvöld. Það átti að tilkynna úrslitin í kvöld en niðurstöður kjörsins láku að því virðist út á netið.

Mynd með töflu yfir lokastöðuna í kjörinu hefur farið á flug um netið og samkvæmt henni hafði Lionel Messi betur í baráttunni við Liverpool mennina Virgil van Dijk og Mohamed Salah.

Messi verður með þessu sá fyrsti í sögunni sem vinnur sex Gullknetti en hann og Cristiano Ronaldo voru jafnir með fimm hvor.

Mohamed Salah endar ofar en Cristiano Ronaldo í kjörinu fyrir árið 2019.





Messi fékk 446 stig en Virgil van Dijk var annar með 382 stig. Þeir eru algjörir yfirburðamenn en Messi fékk 64 stigum meira en hollenski landsliðsmiðvörðurinn í liði Liverpool.

Salah er þriðji með 179 stig en Ronaldo er 46 stigum neðar í fjórða sætinu. Þetta er í fyrsta sinn í níu ár þar sem Ronaldo er ekki í fyrsta eða öðru sæti í kjörinu.

Liverpool mennirnir Sadio Mane og Alisson Becker eru síðan í fimmta og sjötta sætið sem þýðir að Liverpool á fjóra menn í sex efstu sætunum.

Síðustu mennirnir inn á topp tíu listann eru síðan Kylian Mbappe, Frenkie de Jong, Matthijs de Ligt og Eden Hazard.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×