Foreldrar þurfa að leggja fötluð börn sín á gólf almenningssalerna til að skipta á þeim Kristín Ýr Gunnarsdóttir og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 10. mars 2019 20:15 Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál. Félagsmál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira
Foreldrar fatlaðra barna á Íslandi sem þurfa að nota bleyju fram eftir aldri þurfa að leggja þau á gólfið á almenningssalernum til þess að geta skipt á þeim. Þau segja aðstöðuna ófullnægjandi og ýta undir félagslega einangrun. Auður Ösp Valdimarsdóttir setti á dögunum inn mynd af barni á lokaða Facebook síðu, Foreldrar fatlaðra barna, þar sem hún sýnir þann raunveruleika sem þau búa við, noti börn þeirra bleyju fram eftir aldri. Salernir sem ætluð eru fötluðum geri ekki ráð fyrir þessum einstaklingum. Undir myndinni sögðu margir foreldrar frá svipaðri reynslu. Sylvía Guðmundsdóttir býr í Sandgerði og segir erfitt og flókið að taka son sinn með í höfuðborgina vegna þessa. Hann er sex ára, með dæmigerða einhverfu og alvarlega þroskahömlun. „Maður er kannski að reyna að redda sér með því að leggja úlpuna sína undir hann á gólfið eða vera með handklæði í töskunni en auðvitað er það eitthvað sem maður vill ekkert bjóða barninu sínu, að þurfa að liggja einhversstaðar á gólfinu þegar maður er að skipta á honum,“ segir Sylvía. Annað foreldri sem fréttastofa ræddi við sem býr á Selfossi, segist geta tekið barnið sitt, 15 ára gamalt með til Reykjavíkur ef veðrið er gott, þá sé hægt að skipta á því úti í móa. „Þetta náttúrulega bara ýtir undir félagslega einangrun, bæði hjá börnunum og fjölskyldum fatlaðra barna, að maður sjái sér ekki fært að fara eins og margir gera um helgar, til dæmis að fara með börnin í Kringluna eða Húsdýragarðinn eða hvernig sem það er, af því það er bara ekki aðstaða fyrir mann,“ segir Sylvía. Þriðja foreldri bendir á að barnaspítalinn bjóði ekki upp á skiptiaðstöðu fyrir þessi börn. Þetta séu börn sem leiti oft þangað og ef biðin á biðstofunni er löng, þá lendi þau í vandræðum. „Ég held að þetta sé bara hugsunarleysi. Það náttúrulega er enginn að spá í þessu nema kannski að þurfa að nýta sér þetta sjálfur, skiljanlega. Ég trúi ekki öðru en að þetta sé bara hugsunarleysi og þegar búið er að benda á þetta að þessu verði kippt í liðinn, það getur ekki verið svo mikið mál.
Félagsmál Mest lesið Segja stefnt að því að fækka starfsmönnum úr 10.000 í 300 Erlent Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman Innlent „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Innlent Trump beinir spjótum sínum gegn Alþjóðlega sakamáladómstólnum Erlent Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Innlent Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Innlent Dómari frystir biðlaunatilboð Trump fram yfir helgi Erlent Lýsa yfir neyðarástandi á Santorini Erlent Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Innlent „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Innlent Fleiri fréttir „Maður veltir fyrir sér hver er að búa til svona sögur“ Þjófur náðist eftir að hafa haft í hótunum Fær bætur vegna árásar grunnskólanema eftir allt saman „Það getur enginn unnið við að laga neitt í svona veðri“ Ráðherra segist ekki skilja hvað þau hjá borginni eru að hugsa Fjölskylduferðin hafi ekki haft úrslitaáhrif Vel yfir 10 milljónir fyrir rafmagn á mánuði hjá garðyrkjubændum Umboðsmaður vill útskýringar á svörum forsetaembættisins Makaði saur um allt á salerni fyrirtækis Skautað framhjá ýmsu í tilkynningu menntamálaráðherra „Þetta hörmulega og sorglega atvik endurspeglar langvinnan vanda“ „Mjög stórt verkefni sem við fengum í fangið“ Manndrápsmálið í Neskaupstað og meint vilyrði ráðherra Átta af ellefu umsækjendum taldir hæfir í embættið Hafna því að hafa boðið nokkra launahækkun „Það er allt á floti“ Hringvegurinn farinn í sundur á tveimur stöðum Bein útsending: Áhyggjur af framtíð Reykjavíkurflugvallar Tvöfölduðu refsinguna fyrir skotárásina við Silfratjörn Átta ára fangelsisvist staðfest Vinir Kópavogs þáðu styrki án réttrar skráningar Eiginkona Ragnars Þórs aðstoðar Ásthildi Lóu Krefjast svara hvort ráðherra hafi skipt sér af kjaraviðræðum Fengu óveðrið beint í æð „Þetta er bara rétt byrjunin ef við hugsum ekki í forvörnum“ Segir mannslífum stofnað í hættu með lokun flugbrautar Bandbrjálað veður á Stöðvarfirði og allir kallaðir til Nýr fundur boðaður eftir hádegi eftir „jákvæða framvindu“ Verkföllum aflýst eftir að samningi var landað hjá sátta Fara fram á að Kópavogsbær fresti lokuninni á Dalvegi Sjá meira