Jack Grealish kom mikið við sögu þegar Aston Villa vann Birmingham City, 0-1, í grannaslag á St Andrew's í ensku B-deildinni í dag.
Þegar tíu mínútur voru liðnar af leiknum hljóp stuðningsmaður Birmingham inn á völlinn og kýldi Grealish í andlitið. Árásarmaðurinn var handtekinn og færður í gæsluvarðhald.
Grealish lét árásina ekki hafa áhrif á sig og svaraði fyrir hana með því að skora eina mark leiksins. Það kom á 67. mínútu.
Með sigrinum komst Villa upp í 9. sæti deildarinnar. Liðið er með 51 stig og er fimm stigum frá umspilssæti. Birmingham er hins vegar í 11. sætinu.
Birkir Bjarnason lék síðustu sex mínúturnar fyrir Villa. Hann kom inn á fyrir Grealish, mann dagsins.
Svaraði fyrir árásina með sigurmarkinu

Tengdar fréttir

Stuðningsmaður Birmingham hljóp inn á og kýldi Grealish
Ótrúlegt atvik átti sér stað í leik Birmingham-liðanna í dag.