Trump hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi innan árs Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. ágúst 2019 23:15 Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu í Nuuk innan árs. getty/Thierry BARBIER Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. Í vikunni komst Grænland í heimsfréttirnar þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir áhuga á að kaupa landið.Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þingsins kom fram að það að koma ræðismannsskrifstofu á fót á ný í Nuuk væri hluti af stórri áætlun Bandaríkjanna um aukna viðveru á norðurslóðunum. Þá hafi Bandaríkin gríðarlega hagsmuni á norðurslóðum og vilji þeir auka pólitískt-, efnahagslegt- og viðskiptalegt samband þar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í vikunni yfir áhuga á því að kaupa Grænland sem hlaut hvorki hljómgrunn meðal Grænlendinga né Dana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sagði hugmyndina fáránlega. Trump brást þá við með því að segja ummæli hennar andstyggileg og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur. Í bréfi utanríkisráðuneytisins stóð einnig að stöðug viðvera myndi heimila Bandaríkjunum að „vernda hagsmuni á Grænlandi og þróa betra samband við grænlensk yfirvöld og samfélag.“ Þá gæti viðveran verið einn mikilvægasti liðurinn í aukinni viðveru Bandaríkjanna á norðurslóðum. Bandaríkin opnuðu ræðismannsskrifstofu á Grænlandi árið 1940 þegar nasistar hernámu Danmörku en hún lokaði árið 1953. Hugmynd yfirvalda í Bandaríkjunum er sú að þessi ræðismannsskrifstofa myndi opna á næsta ári í Nuuk. Utanríkisráðuneytið hefur þegar skipað sérstakan starfsmann sem sér um mál Grænlands og starfar hann nú í Bandaríska sendiráðinu í Danmörku. Áætlað er að grænlenskir starfsmenn fyrir ræðismannsskrifstofuna verði ráðnir í haust, eða að minnsta kosti fljótlega. Þá muni starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar vera orðnir sjö árið 2020. Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Trump stjórnin hyggst opna ræðismannsskrifstofu á Grænlandi en Bandaríkin hafa ekki haft viðveru þar í tugi ára. Í vikunni komst Grænland í heimsfréttirnar þegar Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti yfir áhuga á að kaupa landið.Í bréfi frá utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna til þingsins kom fram að það að koma ræðismannsskrifstofu á fót á ný í Nuuk væri hluti af stórri áætlun Bandaríkjanna um aukna viðveru á norðurslóðunum. Þá hafi Bandaríkin gríðarlega hagsmuni á norðurslóðum og vilji þeir auka pólitískt-, efnahagslegt- og viðskiptalegt samband þar. Donald Trump, Bandaríkjaforseti, lýsti í vikunni yfir áhuga á því að kaupa Grænland sem hlaut hvorki hljómgrunn meðal Grænlendinga né Dana. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur sagði hugmyndina fáránlega. Trump brást þá við með því að segja ummæli hennar andstyggileg og aflýsti fyrirhugaðri heimsókn til Danmerkur. Í bréfi utanríkisráðuneytisins stóð einnig að stöðug viðvera myndi heimila Bandaríkjunum að „vernda hagsmuni á Grænlandi og þróa betra samband við grænlensk yfirvöld og samfélag.“ Þá gæti viðveran verið einn mikilvægasti liðurinn í aukinni viðveru Bandaríkjanna á norðurslóðum. Bandaríkin opnuðu ræðismannsskrifstofu á Grænlandi árið 1940 þegar nasistar hernámu Danmörku en hún lokaði árið 1953. Hugmynd yfirvalda í Bandaríkjunum er sú að þessi ræðismannsskrifstofa myndi opna á næsta ári í Nuuk. Utanríkisráðuneytið hefur þegar skipað sérstakan starfsmann sem sér um mál Grænlands og starfar hann nú í Bandaríska sendiráðinu í Danmörku. Áætlað er að grænlenskir starfsmenn fyrir ræðismannsskrifstofuna verði ráðnir í haust, eða að minnsta kosti fljótlega. Þá muni starfsmenn ræðismannsskrifstofunnar vera orðnir sjö árið 2020.
Bandaríkin Grænland Tengdar fréttir Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30 Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39 Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39 Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15 Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57 Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10 Mest lesið Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Erlent Lögreglan komin á vettvang þegar í ljós kom að bíllinn var rétt hjá Innlent Fólkið sem sé ekki á Kjarval velti þessu sannarlega fyrir sér Innlent Tilfærsla styrkja til tekjulægri gæti seinkað rafbílavæðingu Innlent Rannsókn á hrottalegri frelsissviptingu og fjárkúgun lokið Innlent Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Erlent NEL telur orðfæri lögreglumanna ekki tilefni til endurupptöku Innlent Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Erlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Lögreglumaður dæmdur fyrir að beita kylfu við handtöku Innlent Fleiri fréttir Ætla að hætta að safna gögnum um losun gróðurhúsalofttegunda Myndir af fjölskyldunni til sölu í fjóra tíma eftir þyrluslysið Telja mögulegt að dularfullar bækur frá miðöldum tengist Íslandi Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Sjá meira
Danir pirraðir eftir að Trump hætti við Danskir stjórnmálamenn lýsa óánægju sinni með að Bandaríkjaforseti hafi hætt við heimsókn sína því að forsætisráðherra Dana vill ekki ræða sölu á Grænlandi. Forsætisráðherrann sagði ákvörðunina svekkjandi og óvænta. 22. ágúst 2019 07:30
Segir flesta Dani ánægða með ákvörðun Trump að fresta heimsókn Fátt annað er til umræðu í Danmörku þessa dagana en fjaðrafokið í kringum Donald Trump Bandaríkjaforseta og áhuga hans á að kaupa Grænland. 21. ágúst 2019 18:39
Ósátt og undrandi yfir ákvörðun Trump Forsætisráðherra Danmerkur, Mette Frederiksen, segist vera ósátt og undrandi yfir ákvörðun Bandaríkjaforseta, Donald Trump, að aflýsa fyrirhugaðri heimsókn hans til Danmerkur í byrjun næsta mánaðar. 21. ágúst 2019 13:39
Íslendingar gerðu tilkall til Grænlands fyrir sjálfstæði Áætlanir Trumps Bandaríkjaforseta um að kaupa Grænland af Dönum hafa valdið töluverðri furðu og úlfúð. Framan af 20. öldinni héldu Íslendingar fram kröfu um yfirráð yfir Grænlandi þó að Ísland sjálft væri ekki orðið sjálfstætt. 21. ágúst 2019 07:15
Frétti að Trump hefði áhuga á að kaupa Ísland Þáttastjórnendur Fox & Friends voru ósáttir við að forsætisráðherra Danmerkur væri ekki opinn fyrir því að selja Bandaríkjunum Grænland. 23. ágúst 2019 10:57
Segir yfirlýsingu Mette Frederiksen andstyggilega Trump segir viðbrögð forsætisráðherra Dana hafa misboðið sér. 21. ágúst 2019 20:10