Lewandowski er kominn með fimm mörk í deildinni en hann skoraði bæði mörk Bayern í 2-2 jafntefli við Herthu Berlin í 1. umferðinni.
Pólski framherjinn kom Bayern yfir með marki úr vítaspyrnu á 20. mínútu. Bæjarar voru 0-1 yfir í hálfleik.
Á 50. mínútu skoraði Lewandowski annað mark sitt með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Hann skoraði svo þriðja markið á 75. mínútu eftir sendingu frá Kingsley Coman.
Þetta var níunda þrenna Lewandowskis í þýsku úrvalsdeildinni. Aðeins fimm leikmenn hafa skorað fleiri þrennur en sá pólski.
- Robert Lewandowski (@lewy_official)has completed his ninth Bundesliga hat-trick drawing level with Dieter Müller and Karl-Heinz Rummenigge. Only 5 players in BL history have scored 10 or more. #bundesliga
— Gracenote Live (@GracenoteLive) August 24, 2019
Philippe Coutinho lék sinn fyrsta leik fyrir Bayern í dag. Hann kom inn á sem varamaður á 57. mínútu.
Bayern er í 4. sæti deildarinnar með fjögur stig en Schalke er í því tólfta með eitt stig.