Formaður VR sáttari við gang viðræðna við stjórnvöld en SA Heimir Már Pétursson skrifar 1. febrúar 2019 13:24 Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson. Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Formaður VR segir viðræður fjögurra verkalýðsfélaga við Samtök atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara ganga hægt en er sáttari við útlitið í samningum við stjórnvöld. Félögin áttu langan fund hjá sáttasemjara í morgun. Forystufólk Eflingar, Verkalýðsfélags Akraness, Grindavíkur og VR komu saman til þriggja tíma fundar með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara klukkan níu í morgun. Kaffihlé var gert á fundinum rétt fyrir ellefu. Þá sagði Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR að verið væri að ræða fjölmörg mál frá undirhópum á fundinum. „Það er verið að ræða bæði hvort við getum náð einhverjum lendingum í þeim málum eða hvort við þurfum að koma þeim í einhvern betri farveg. Þannig að þetta er langur verkefnalisti og við erum að vinna þetta niður,” segir Ragnar Þór. Nýlegri skýrslu átakshóps forsætisráðherra í húsnæðismálum hefur verið vel tekið af aðilum vinnumarkaðarins og Ragnar Þór segist vilja fara að sjá til sólar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins á allra næstu vikum. „Það er alveg ljóst að nú eru viðræður við stjórnvöld komnar af stað. Við munum ekki gefa þessu allt of langan tíma. En vonandi fer þetta aðeins að rúlla í okkar átt.”En eru ekki forsendan að semja að lokum við stjórnvöld að samningar hafi fyrst tekist við samtök atvinnulífsins? „Þetta helst allt í hendur. Það sama má segja um SA, við getum ekki náð saman um stóru liðina eins og launaliðinn og fleira fyrr en við vitum hvað við komumst langt með samninga um kerfisbreytingar. Raunverulegar kerfisbreytingar við stjórnvöld,” segir Ragnar Þór. Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir langan fund hjá ríkissáttasemjara í dag til marks um að vinnan við samningagerðina sé komin á fullan skrið. „Það eru mörg mál sem við þurfum að ræða. Þetta er tafsamt. Þetta er nákvæmnisvinna og það þarf mikla þolinmæði til að láta þetta ganga saman,” segir Halldór Benjamín. Samtök atvinnulífsins setji enga afarkosti varðandi tímasetningar og gang viðræðna. Hann vonist þó til að samningar takist í þessum mánuði. „Það hlýtur að vera sameiginlegt markmið okkar enda mikilvægt að okkur takist að byggja ofan á þann góða grunn sem við höfum undanfarin þrjú ár. Það er markmið okkar með kjarasamningunum og það er verkefnið sem okkur ber að leysa,” segir Halldór Benjamín Þorbergsson.
Kjaramál Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira