Mál til komið að við látum í okkur heyra og að okkur kveða í Evrópu Ole Anton Bieltvedt skrifar 1. febrúar 2019 12:00 Ég átti fund með fjórum háttsettum embættismönnum ESB í Brussel 20. nóvember sl. til að kanna stöðu Íslands hjá ESB, bæði með tilliti til aðildar og upptöku Evru. Ég skrifaði svo grein um þessa heimsókn, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 5. desember sl. Í framhaldi af því, bað ég – með góðfúslegri aðstoð sendiherra ESB á Íslandi – um fund með Seðlabanka Evrópu í sama skyni. Fundurinn fór fram 14. janúar sl. Ég hitti 2 yfirhagfræðinga bankans, auk helsta ráðgjafa hans gagnvart nýjum aðildarríkjum og nýjum Evru-umsóknaraðilum. Enn voru allar hliðar á Evrustöðu í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó ræddar með tilliti til þess, hvort Ísland gæti líka tekið upp Evru, án fullrar ESB-aðildar, eins og þessi ríki höfðu gert, en sögulegar ástæður eru fyrir því, að þau gátu tekið upp Evruna (þessi ríki voru með Þýzka markið, Ítölsku líruna og Franska frankann fyrir). Michael Sturm, aðalráðgjafi bankans í þessum málum, sem einkum hafði orð fyrir bankamönnum, sagði, að Ísland væri frjálst að því að taka einhliða upp Evru, án fullrar ESB-aðildar og án samvinnu og samráðs við ESB og Seðlabanka Evrópu, en hann sagðist alls ekki mæla með því. Í fyrsta lagi væri þá enginn stuðningur bankans við Ísland til staðar, ef tímar versnuðu og landið þyrfti á efnahagslegum stuðningi að halda, en fullgildir Evru-aðilar nytu slíks stuðnings í ríkum mæli, auk þess, sem slík einhliða upptaka myndi torvelda og flækja endanlega aðildarsamninga Íslands stórlega, ef og þegar til þeirra kæmi. Nefndi hann sem dæmi, að nú væru ESB-aðildarsamningar í gangi við Svartfjallaland, sem hefur Evru án aðildar fyrir, og ylli þetta miklum flækjum og vandræðum í samningunum. Ástæðan væri sú, að það væru skýrar línur um aðildar- og upptökuferlið í ESB sáttmálanum (EU Treaty), og væri nú ekki hægt að fylgja því ferli. Á þessu ferli væri nánast enginn sveigjanleiki, og væru samningaumleitanir í hálfgerðu strandi. Eitt af formlegum upptökuskilyrðum væri, að gengi gjaldmiðils væri kannað og metið í ákveðinn tíma fyrir upptöku Evru. Þar eð Svartfjallaland hefði Evru fyrir, væri ekki hægt að fullnægja þessu skilyrði sáttmálans. Aðalráðgjafinn mælti eindregið með því að Ísland myndi fara þá leið, sem sáttmálinn segði til um; ljúka aðildarsamningum, sem hann taldi persónulega að þyrfti ekki að taka mjög langan tíma, ef Íslendingar beittu sér í málinu, og svo fara í Evru-upptökuferlið. Eftir að við höfðum farið í gegnum stöðu Íslands með tilliti til skilyrða Maastricht-samningsins, virtist leið í Evru greið. Ísland stendur í þessu tilliti mjög vel. Ég lagði þá spurningu fyrir fundinn, hvernig litið væri á ESB-aðildarumsókn Íslands í bankanum. Bankamennirnir kusu að svara því ekki. Sjálfur sagðist ég líta svo á, að aðildasamningar væru bara í biðstöðu, og, að bréf utanríkisráðherra (Gunnars Braga), frá 12.03.15, hefði lögformlega ekki rift samningaumleitunum, heldur aðeins sett þær í biðstöðu, þar sem samþykki Alþingis fyrir bréfinu hefði ekki fengizt og ekki verið til staðar. Fundarmenn tjáðu sig ekki um þetta, en enginn mótmælti heldur þessari túlkun minni. Ef þessi túlkun reynist rétt, er auðvitað einfalt og fljótlegt að taka um samningaþráðinn við ESB að nýju. Niðurstaða mín, hvað tímalengd varðar, eftir þennan fund, er sú sama og eftir fundinn í Brussel; 2 ár til að ljúka samningum og 1 ár til að koma krónunni í ERM2-tengingu (eins og Danska krónan er) og svo 2 ár til viðbótar til að fá Evruna endanleg. Þetta ferli yrði því 5 ár, en eftir 3 ár væri krónan kominn með styrk Evru í gegnum ERM2-mekanísmann (leyfðar sveiflur 2,25%), sem myndi tryggja stöðugleika, sem við höfum aldrei kynnst eða búið við. ERM2-mekanísminn ætti líka að tryggja snarlega vaxtalækkun. Skv. Gallup-skoðanakönnun í október sl. studdu 56% upptöku Evru og 43% inngöngu í ESB. Eftir að hafa skoðað þessi mál rækilega, sem sagt bæði hjá ESB í Brussel og hjá Evrópska Seðalabankanum í Frankfurt, vil ég með þessari grein gera mönnum það ljóst, ekki sízt þessum 56% Evru-sinnum, að eina góða leiðin í Evruna er full aðild að ESB, en þegar það er sagt, verður að hafa í huga, að við erum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku okkar í Schengen-samkomulaginu. Það vantar því lítið upp á, en loka spurnigarnar snúast um landbúnað og sjávarútveg, en, bæði Finnar og Svíar fengu undanþágur í lanbúnaðarmálum, vegna „norrænar legu“, sem við myndum eflaust líka fá, og Malta hélt fullum yfirráðum yfir sínum fiskimiðum, við inngöngu í ESB, á grundvelli þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu einir stjórnað og stundað veiðar á þessum fiskimiðum í gegnum söguna. Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að við gætum samið við ESB með sama hætti, hvað varðar okkar fiskimið. Tröllasögur um það, að ekki sé hægt að semja við ESB eru út rangar eða út í hött, eins og fjölmörg dæmi sanna. ESB er sveigjanlegt í flestu, nema neytendavernd og umhverfis- og náttúruvernd. Þar er ESB grjóthart, líka gagnvart alþjóða verzlunar- og tæknirisum, sem freista þess að okra á neytendum í krafti stæraðar sinnar og máttar; þar gefur ESB ekkert eftir, beitir sektum, svo um munar, og er það vel. Við fulla inngöngu í ESB, fengjum við líka okkar eiginn kommissar í Brussel og 6 þingmenn á Evrópuþingið; Íslendingar gætu loks farið að láta að sér kveða í Evrópumálum og haft áhrif á evrópska lagasetningu.Höfundur er stofnandi Jarðarvina og alþjóðlegur fjársýslumaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ole Anton Bieltvedt Tengdar fréttir Heimsókn í höfuðstöðvar ESB í Brussel Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. 5. desember 2018 07:00 Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Fólk, fjárfestingar og framfarir Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Húsnæðis- og skipulagsmál Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Falleinkunn fyrrum forseta Vilhjálmur Þorsteinsson,Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Skattlögð þegar við þénum, eigum og eyðum Aron H. Steinsson skrifar Skoðun Kjaftæði Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Ég átti fund með fjórum háttsettum embættismönnum ESB í Brussel 20. nóvember sl. til að kanna stöðu Íslands hjá ESB, bæði með tilliti til aðildar og upptöku Evru. Ég skrifaði svo grein um þessa heimsókn, sem birtist í Fréttablaðinu og á Vísi þann 5. desember sl. Í framhaldi af því, bað ég – með góðfúslegri aðstoð sendiherra ESB á Íslandi – um fund með Seðlabanka Evrópu í sama skyni. Fundurinn fór fram 14. janúar sl. Ég hitti 2 yfirhagfræðinga bankans, auk helsta ráðgjafa hans gagnvart nýjum aðildarríkjum og nýjum Evru-umsóknaraðilum. Enn voru allar hliðar á Evrustöðu í Svartfjallalandi, Kósovó, Vatíkaninu, Mónakó, Andorra og San Marínó ræddar með tilliti til þess, hvort Ísland gæti líka tekið upp Evru, án fullrar ESB-aðildar, eins og þessi ríki höfðu gert, en sögulegar ástæður eru fyrir því, að þau gátu tekið upp Evruna (þessi ríki voru með Þýzka markið, Ítölsku líruna og Franska frankann fyrir). Michael Sturm, aðalráðgjafi bankans í þessum málum, sem einkum hafði orð fyrir bankamönnum, sagði, að Ísland væri frjálst að því að taka einhliða upp Evru, án fullrar ESB-aðildar og án samvinnu og samráðs við ESB og Seðlabanka Evrópu, en hann sagðist alls ekki mæla með því. Í fyrsta lagi væri þá enginn stuðningur bankans við Ísland til staðar, ef tímar versnuðu og landið þyrfti á efnahagslegum stuðningi að halda, en fullgildir Evru-aðilar nytu slíks stuðnings í ríkum mæli, auk þess, sem slík einhliða upptaka myndi torvelda og flækja endanlega aðildarsamninga Íslands stórlega, ef og þegar til þeirra kæmi. Nefndi hann sem dæmi, að nú væru ESB-aðildarsamningar í gangi við Svartfjallaland, sem hefur Evru án aðildar fyrir, og ylli þetta miklum flækjum og vandræðum í samningunum. Ástæðan væri sú, að það væru skýrar línur um aðildar- og upptökuferlið í ESB sáttmálanum (EU Treaty), og væri nú ekki hægt að fylgja því ferli. Á þessu ferli væri nánast enginn sveigjanleiki, og væru samningaumleitanir í hálfgerðu strandi. Eitt af formlegum upptökuskilyrðum væri, að gengi gjaldmiðils væri kannað og metið í ákveðinn tíma fyrir upptöku Evru. Þar eð Svartfjallaland hefði Evru fyrir, væri ekki hægt að fullnægja þessu skilyrði sáttmálans. Aðalráðgjafinn mælti eindregið með því að Ísland myndi fara þá leið, sem sáttmálinn segði til um; ljúka aðildarsamningum, sem hann taldi persónulega að þyrfti ekki að taka mjög langan tíma, ef Íslendingar beittu sér í málinu, og svo fara í Evru-upptökuferlið. Eftir að við höfðum farið í gegnum stöðu Íslands með tilliti til skilyrða Maastricht-samningsins, virtist leið í Evru greið. Ísland stendur í þessu tilliti mjög vel. Ég lagði þá spurningu fyrir fundinn, hvernig litið væri á ESB-aðildarumsókn Íslands í bankanum. Bankamennirnir kusu að svara því ekki. Sjálfur sagðist ég líta svo á, að aðildasamningar væru bara í biðstöðu, og, að bréf utanríkisráðherra (Gunnars Braga), frá 12.03.15, hefði lögformlega ekki rift samningaumleitunum, heldur aðeins sett þær í biðstöðu, þar sem samþykki Alþingis fyrir bréfinu hefði ekki fengizt og ekki verið til staðar. Fundarmenn tjáðu sig ekki um þetta, en enginn mótmælti heldur þessari túlkun minni. Ef þessi túlkun reynist rétt, er auðvitað einfalt og fljótlegt að taka um samningaþráðinn við ESB að nýju. Niðurstaða mín, hvað tímalengd varðar, eftir þennan fund, er sú sama og eftir fundinn í Brussel; 2 ár til að ljúka samningum og 1 ár til að koma krónunni í ERM2-tengingu (eins og Danska krónan er) og svo 2 ár til viðbótar til að fá Evruna endanleg. Þetta ferli yrði því 5 ár, en eftir 3 ár væri krónan kominn með styrk Evru í gegnum ERM2-mekanísmann (leyfðar sveiflur 2,25%), sem myndi tryggja stöðugleika, sem við höfum aldrei kynnst eða búið við. ERM2-mekanísminn ætti líka að tryggja snarlega vaxtalækkun. Skv. Gallup-skoðanakönnun í október sl. studdu 56% upptöku Evru og 43% inngöngu í ESB. Eftir að hafa skoðað þessi mál rækilega, sem sagt bæði hjá ESB í Brussel og hjá Evrópska Seðalabankanum í Frankfurt, vil ég með þessari grein gera mönnum það ljóst, ekki sízt þessum 56% Evru-sinnum, að eina góða leiðin í Evruna er full aðild að ESB, en þegar það er sagt, verður að hafa í huga, að við erum nú þegar 80-90% í ESB, í gegnum EES-samninginn og þátttöku okkar í Schengen-samkomulaginu. Það vantar því lítið upp á, en loka spurnigarnar snúast um landbúnað og sjávarútveg, en, bæði Finnar og Svíar fengu undanþágur í lanbúnaðarmálum, vegna „norrænar legu“, sem við myndum eflaust líka fá, og Malta hélt fullum yfirráðum yfir sínum fiskimiðum, við inngöngu í ESB, á grundvelli þeirrar staðreyndar, að þeir hefðu einir stjórnað og stundað veiðar á þessum fiskimiðum í gegnum söguna. Það eru yfirgnæfandi líkur á því, að við gætum samið við ESB með sama hætti, hvað varðar okkar fiskimið. Tröllasögur um það, að ekki sé hægt að semja við ESB eru út rangar eða út í hött, eins og fjölmörg dæmi sanna. ESB er sveigjanlegt í flestu, nema neytendavernd og umhverfis- og náttúruvernd. Þar er ESB grjóthart, líka gagnvart alþjóða verzlunar- og tæknirisum, sem freista þess að okra á neytendum í krafti stæraðar sinnar og máttar; þar gefur ESB ekkert eftir, beitir sektum, svo um munar, og er það vel. Við fulla inngöngu í ESB, fengjum við líka okkar eiginn kommissar í Brussel og 6 þingmenn á Evrópuþingið; Íslendingar gætu loks farið að láta að sér kveða í Evrópumálum og haft áhrif á evrópska lagasetningu.Höfundur er stofnandi Jarðarvina og alþjóðlegur fjársýslumaður.
Heimsókn í höfuðstöðvar ESB í Brussel Í nýlegri Gallup-skoðanakönnun kom í ljós, að skýr meirihluti Íslendinga, 56%, er hlynntur upptöku evru, en smám saman skilja æ fleiri, hvílíkt svikatól krónan er. 5. desember 2018 07:00
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar
Skoðun Séreignarsparnaður nauðsynlegur valkostur til að létta greiðslubyrði Kolbrún Halldórsdóttir skrifar