Upptaka af átakafundi Pírata: „Þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Sylvía Hall skrifa 16. júlí 2019 19:09 Helgi Hrafn og Halldóra voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun Birgittu í trúnaðarráðið. Vísir/Samsett Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. Þar sóttist Birgitta eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en henni var hafnað og voru það þingmenn flokksins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun hennar. Myndband af átakafundinum má sjá neðst í fréttinni. Birgitta er einn stofnenda Pírata og var formaður þingflokks Pírata árin 2013 til 2017. Hún neitaði að gefa viðtöl vegna málsins en birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnaði í ljóð eftir Pál J. Árdal og má ætla að henni hafi verið misboðið vegna þess sem fram fór á fundinum. Sjá einnig: Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Á upptöku sem Viljinn birtir má sjá eldræðu Helga Hrafns um Birgittu þar sem hann segist ekki treysta henni til að halda trúnaði. Hann sé alfarið ósammála því að henni hafi verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefur haldið fram og bætti hann við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlutina. „Ég fékk smá í magann við að heyra það að Birgittu Jónsdóttur hafi verið ýtt úr flokknum. Nei, Birgitta Jónsdóttir fékk bara ekki að ráða til tilbreytingar. Og þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð Birgittu.Vísir/vilhelm Hótar samherjum sínum og grefur undan þeim Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Ástæða þess að þingflokkurinn steig fram gegn Birgittu sé sú að það er eini hópurinn innan flokksins sem er í þeirri aðstöðu að geta staðið upp gegn henni að sögn Helga Hrafns. Hann sagði marga á fundinum vera sammála sér en þeir einstaklingar myndu aldrei þora að tala gegn henni af ótta við Birgittu. „Það er önnur ástæða fyrir því að þingflokkurinn stígur fram og það er vegna þess að þingflokkurinn er sá eini hópur í þessum flokki sem hefur þá stöðu til að standa upp í hárinu á henni og rétt varla svo, rétt nýlega eftir mörg ár af því að reyna að fara mildilega einhverja pólitíska leið. Það er ekki hægt, greinilega ekki. Það er fullt af fólki inni í þessu herbergi sem myndi standa upp og halda þessa sömu ræðu og þorir því ekki af réttmætum ástæðum, rökréttum ótta við viðbrögð Birgittu Jónsdóttur, að hún muni grafa undan þeim og ráðast á það á móti, sem hún myndi gera og ekki hika við það.“ Í samtali við fréttastofu í dag sagði Helgi Hrafn að á fundinum hafi farið fram mjög hreinskiptnar umræður um hvað felist í hlutverkinu og niðurstaðan hafi verið sú að Birgitta hafi ekki verið valin. Sjálfur hafi hann stutt hin tvö en hafi greitt atkvæði gegn skipun Birgittu. Hann hafi rökstutt þá ákvörðun en vildi í samtali við fréttastofu ekki gera frekari grein fyrir þeim rökstuðningi. Upplifði ákveðið mannorðsmorð Birgitta svaraði ræðu Helga Hrafns á fundinum og þakkaði þeim sem „þorðu“ að tilnefna sig í trúnaðarráð flokksins. Hún sagðist taka því ef það væri yfirgnæfandi meirihluti mótfallinn því en henni þætti miður að heyra þau ummæli sem voru látin falla. „Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra það sem fólk hefur sagt hér sem er í valdamiklum stöðum innan flokksins. Mér finnst það ótrúlegt og ég get alveg tekið margt til mín og ég hef oft gert það en upplifi bara svona ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt,“ sagði Birgitta. Samkvæmt lögum Pírata tekur framkvæmdaráð flokksins við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð og skal skipun ráðsins staðfest á gildum félagsfundi. Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað en 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið. Voru 55 andvígir en 13 fylgjandi. Píratar Tengdar fréttir Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Ellefu þúsund einkaskilaboðum Wikileaks á Twitter lekið. 1. ágúst 2018 16:10 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, fór ófögrum orðum um Birgittu Jónsdóttur á fundi Pírata í gær. Þar sóttist Birgitta eftir sæti í trúnaðarráði flokksins en henni var hafnað og voru það þingmenn flokksins sem voru á meðal þeirra sem beittu sér gegn skipun hennar. Myndband af átakafundinum má sjá neðst í fréttinni. Birgitta er einn stofnenda Pírata og var formaður þingflokks Pírata árin 2013 til 2017. Hún neitaði að gefa viðtöl vegna málsins en birti færslu á Facebook-síðu sinni þar sem hún vitnaði í ljóð eftir Pál J. Árdal og má ætla að henni hafi verið misboðið vegna þess sem fram fór á fundinum. Sjá einnig: Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Á upptöku sem Viljinn birtir má sjá eldræðu Helga Hrafns um Birgittu þar sem hann segist ekki treysta henni til að halda trúnaði. Hann sé alfarið ósammála því að henni hafi verið ýtt úr flokknum líkt og hún hefur haldið fram og bætti hann við að hún ýtti frekar undir ósætti en að sætta hlutina. „Ég fékk smá í magann við að heyra það að Birgittu Jónsdóttur hafi verið ýtt úr flokknum. Nei, Birgitta Jónsdóttir fékk bara ekki að ráða til tilbreytingar. Og þegar Birgitta Jónsdóttir fær ekki að ráða þá upplifir hún ekki höfnun heldur árás og hún svarar því þannig.“ Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, var harðorður í garð Birgittu.Vísir/vilhelm Hótar samherjum sínum og grefur undan þeim Helgi Hrafn sagði reynslu sína af Birgittu vera þá að samstarf með henni væri ekki af hinu góða. Það hefði hann lært eftir að hafa unnið með henni um árabil. „Hún grefur undan samherjum sínum ef hún sér af þeim ógn. Hún hótar samherjum sínum þegar hún fær ekki það sem hún vill og gerir lítið úr vinnu þeirra sérstaklega þegar þeim gengur vel. Þetta er mín áralanga reynsla af því að vinna með Birgittu Jónsdóttur,“ sagði Helgi Hrafn. Ástæða þess að þingflokkurinn steig fram gegn Birgittu sé sú að það er eini hópurinn innan flokksins sem er í þeirri aðstöðu að geta staðið upp gegn henni að sögn Helga Hrafns. Hann sagði marga á fundinum vera sammála sér en þeir einstaklingar myndu aldrei þora að tala gegn henni af ótta við Birgittu. „Það er önnur ástæða fyrir því að þingflokkurinn stígur fram og það er vegna þess að þingflokkurinn er sá eini hópur í þessum flokki sem hefur þá stöðu til að standa upp í hárinu á henni og rétt varla svo, rétt nýlega eftir mörg ár af því að reyna að fara mildilega einhverja pólitíska leið. Það er ekki hægt, greinilega ekki. Það er fullt af fólki inni í þessu herbergi sem myndi standa upp og halda þessa sömu ræðu og þorir því ekki af réttmætum ástæðum, rökréttum ótta við viðbrögð Birgittu Jónsdóttur, að hún muni grafa undan þeim og ráðast á það á móti, sem hún myndi gera og ekki hika við það.“ Í samtali við fréttastofu í dag sagði Helgi Hrafn að á fundinum hafi farið fram mjög hreinskiptnar umræður um hvað felist í hlutverkinu og niðurstaðan hafi verið sú að Birgitta hafi ekki verið valin. Sjálfur hafi hann stutt hin tvö en hafi greitt atkvæði gegn skipun Birgittu. Hann hafi rökstutt þá ákvörðun en vildi í samtali við fréttastofu ekki gera frekari grein fyrir þeim rökstuðningi. Upplifði ákveðið mannorðsmorð Birgitta svaraði ræðu Helga Hrafns á fundinum og þakkaði þeim sem „þorðu“ að tilnefna sig í trúnaðarráð flokksins. Hún sagðist taka því ef það væri yfirgnæfandi meirihluti mótfallinn því en henni þætti miður að heyra þau ummæli sem voru látin falla. „Mér finnst alveg ótrúlegt að heyra það sem fólk hefur sagt hér sem er í valdamiklum stöðum innan flokksins. Mér finnst það ótrúlegt og ég get alveg tekið margt til mín og ég hef oft gert það en upplifi bara svona ákveðið mannorðsmorð hér í kvöld og það er ekki fallegt,“ sagði Birgitta. Samkvæmt lögum Pírata tekur framkvæmdaráð flokksins við tilnefningum og skipar þrjá einstaklinga í trúnaðarráð og skal skipun ráðsins staðfest á gildum félagsfundi. Á fundinum í gær voru greidd atkvæði um skipun Birgittu Jónsdóttur, Agnesar Ernu Esterardóttur og Hrannars Jónssonar í trúnaðarráð. Tilnefningar Agnesar og Hrannars voru samþykktar með miklum meirihluta en líkt og áður sagði var Birgittu hafnað en 68 greiddu atkvæði um skipun Birgittu í ráðið. Voru 55 andvígir en 13 fylgjandi.
Píratar Tengdar fréttir Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Ellefu þúsund einkaskilaboðum Wikileaks á Twitter lekið. 1. ágúst 2018 16:10 Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00 Mest lesið Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Innlent Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Innlent „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Innlent „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Erlent Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Innlent „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Innlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman Innlent Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Innlent Séra Vigfús Þór Árnason látinn Innlent Fleiri fréttir Fækkað um sex hundruð í aðgerðum MAST Veðrið ekki haft áhrif á landsfundargesti Íslendingur handtekinn vegna barnaníðsefnis sem var búið til af gervigreind Nokkrar staðsetningar til skoðunar fyrir skóla Hjallastefnunnar Afleiðingar kjarasamnings kennara og rætt við nýjan landlækni Segir Viðskiptablaðið og Moggann ljúga upp á hann pólitískri hlutdrægni Bein útsending: Lærdómur dreginn af Covid-19 Hagræðingartillögur í yfirlestri Væri ekki óviðeigandi að þeir hvíldu saman „Hvor þeirra er líklegri til að geta skákað Kristrúnu Frostadóttur?“ Foreldrar hvattir á neyðarfundi skólans til að flytja börnin Séra Vigfús Þór Árnason látinn Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefst í dag „Það eru svo margir sem ekki vita hvað fatlaðir ganga í gegnum“ Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Sjá meira
Fjallað um svik Birgittu og dóma Sigga hakkara í einkaskilaboðum Wikileaks sem láku á netið Ellefu þúsund einkaskilaboðum Wikileaks á Twitter lekið. 1. ágúst 2018 16:10
Þingmenn Pírata beittu sér gegn Birgittu Nokkurs titrings gætir meðal Pírata eftir að skipun Birgittu Jónsdóttur, stofnanda flokksins, í trúnaðarráð var hafnað á félagsfundi. 16. júlí 2019 12:00