Mars-jeppi prófaður á hálendi Íslands Sighvatur Jónsson skrifar 16. júlí 2019 18:45 Jeppinn hefur verið til prófunar í nágrenni Langjökuls. Vísir/Sighvatur Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum. Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Rannsóknarbúnaður sem notaður verður á Mars er til prófunar á hálendi Íslands. Tilgangurinn er að prófa vél- og hugbúnað fyrir svokallaðan Mars-jeppa sem verður notaður í leiðangri til reikistjörnunnar á næsta ári. Vísindamenn frá Bandaríkjunum og Kanada vinna að verkefninu ásamt nemendum frá Háskólanum í Reykjavík. Prófanir fara fram á afskekktum stöðum í nágrenni Langjökuls. Þriggja vikna rannsóknartíminn er um hálfnaður. Kjartan Bjarmi Árnason, nemandi í hátækniverkfræði í Háskólanum í Reykjavík, segir þetta vera draumaverkefni til að taka þátt í. „Flestir jeppar sem hafa verið sendir til Mars hafa bilað af því að þeir lenda í einhverjum gildrum. Þetta verkefni á að hjálpa jeppanum að komast frá þessum gildrum með því að nota hugbúnað.“Vísindamenn fylgjast með gögnum frá jeppanum við Langjökul.Vísir/SighvaturVerkefnið snýst annars vegar um að fylgjast með breytingum á jarðvegi vegna áhrifa vatns og vinds. Hins vegar er verið að prófa hugbúnað sem nemur og greinir umhverfið sem jeppanum er ekið um. Jeppinn er frumgerð þess sem verður sendur til Mars. „Jeppann, sem verður notaður, er verið að smíða núna í Kaliforníu. Hann verður tilbúinn á réttum tíma,“ segir Ryan Ewing, aðstoðarprófessor við Texas A&M háskólann. Marsjeppinn Opportunity er týndur á reikistjörnunni Mars eftir að hafa verið þar í fimmtán ár. Samband rofnaði við jeppann eftir storm á Mars. „Við vonum að tækni eins og jarðvegsgreiningarhugbúnaðurinn okkar hefði, ef hann hefði verið í þeim jeppa, getað séð hættuna fyrir,“ segir Ewan Reid, framkvæmdastjóri Mission Control Space Services.Vísindamenn í kúlutjaldinu líkja eftir verkefnum vísindamanna á jörðu niðri.Vísir/SighvaturÁ rannsóknarvettvangi er líkt eftir raunverulegum aðstæðum. Vísindafólki í kúlutjaldi skoðar gögn frá jeppanum og ákveður hvert honum skal ekið. Endanleg útgáfa jeppans kemur til með að gera það sjálfkrafa. „Inni í tjaldinu er líkt eftir fólki á jörðinni sem skoðar gögn frá Mars. Þessum gögnum frá Mars safnar jeppinn sem er kannski nokkur hundruð metra frá tjaldinu. Fólkið í tjaldinu hefur ekki séð landslagið sem verið er að kanna svo það kemur blindandi á staðinn,“ segir Ryan Ewing hjá Texas A&M háskólanum.
Geimurinn Tækni Vísindi Tengdar fréttir Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Sjá meira
Undirbúa Marsleiðangur NASA undir Langjökli Bróðir Elizu Reid forsetafrúar stýrir nú prófunum á gervigreindarhugbúnaði sem gæti nýst fyrirhuguðum könnunarleiðangri til Mars. 14. júlí 2019 08:00