Novak Djokovic trónir á toppi heimslistans í tennis en hann styrkti stöðu sína enn frekar þegar hann tryggði sér sigur á Wimbledon mótinu um nýliðna helgi.
Þar hafði Djokovic sigurorð af Roger Federer í sögulegum úrslitaleik.
Vann þessi 32 ára Serbi þar sinn sextánda risatitil á ferlinum og hefur hann gott forskot á toppi heimslistans þar sem Spánverjinn Rafael Nadal er í öðru sæti en Federer er skammt undan í því þriðja. Töluvert á eftir þeim þremur kemur svo Ástralinn Dominic Thiem.
Þar hafði Djokovic sigurorð af Roger Federer í sögulegum úrslitaleik.
Vann þessi 32 ára Serbi þar sinn sextánda risatitil á ferlinum og hefur hann gott forskot á toppi heimslistans þar sem Spánverjinn Rafael Nadal er í öðru sæti en Federer er skammt undan í því þriðja. Töluvert á eftir þeim þremur kemur svo Ástralinn Dominic Thiem.
Í kvennaflokki er hin ástralska Ashleigh Barty á toppnum en sigurvegari Wimbledon, hin rúmenska Simona Halep, skaust upp í fjórða sæti listans eftir sigurinn en hún vann öruggan sigur á goðsögninni Serenu Williams í úrslitaleik.
With his fifth @Wimbledon , @DjokerNole ties Federer #ATP
— ATP Tour (@ATP_Tour) July 15, 2019